„Vona að ástvinir skilji síðar að ég er að berjast fyrir réttlæti“ Boði Logason skrifar 11. september 2013 16:33 Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Mynd/365 „Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. Gylfi hefur gert tilraun til að kæra Hinsegin daga vegna meintra klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna í Gleðigöngunni í byrjun ágúst. En fengið þau svör að hann hefði ekki nægjanlega sterkan grunn fyrir kærunni. Í samtali við Vísi segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, til dæmis hafi verið stofnuð stuðningssíða fyrir hann á Facebook. Hann segist ekki taka gagnrýnina inn á sig. „Ég hef alltof breitt bak til þess. Þetta tekur á ástvini og mér þykir það voðalega sárt. Ég finn bara á mér að þeir sem eiga um sárt að binda núna, vinir og barnabörn, muni skilja mitt sjónarmið síðar. Skilji að ég er að berjast fyrir réttlæti," segir hann. Þegar hann er spurður hvað þetta réttlæti sé, bendir hann á orð sín fyrir mánuði um að það skemmi börn þegar Gleðigangan sé „svona“.Hvað áttu við með því? „Eins og ein kona sem var að ganga með börnin sín skrifar á Facebook; Að það standi á bakinu á einhverjum manni „Ríddu mér“ og svo er píla beint í rassgatið á honum. Það er ekki eðlilegt að barnaverndarnefnd leggi blessun sína yfir þetta. Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Þeir sem þekkja til göngunnar kannast ekki við atriði sem þetta í göngunni enda sé stranglega bannað að sýna beran afturenda, kynfæri eða brjóst í göngunni. Hins vegar hafi borið á því allt frá upphafi göngunnar að gagnkynhneigðum vinum brúðguma finnist fyndið að steggja hann með því að lauma honum gróflega klæddum inn í gönguna. Tengdar fréttir Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
„Ég hef ekkert á móti þessari göngu, og ég hef ekkert á móti hommum og lesbíum," segir Gylfi Ægisson tónlistarmaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu vikum vegna afstöðu sinnar til Hinsegin daga. Gylfi hefur gert tilraun til að kæra Hinsegin daga vegna meintra klámfenginna orða sem áttu að hafa borist í eyru lítilla barna í Gleðigöngunni í byrjun ágúst. En fengið þau svör að hann hefði ekki nægjanlega sterkan grunn fyrir kærunni. Í samtali við Vísi segir Gylfi að hann hafi fundið fyrir miklum stuðningi síðustu daga, til dæmis hafi verið stofnuð stuðningssíða fyrir hann á Facebook. Hann segist ekki taka gagnrýnina inn á sig. „Ég hef alltof breitt bak til þess. Þetta tekur á ástvini og mér þykir það voðalega sárt. Ég finn bara á mér að þeir sem eiga um sárt að binda núna, vinir og barnabörn, muni skilja mitt sjónarmið síðar. Skilji að ég er að berjast fyrir réttlæti," segir hann. Þegar hann er spurður hvað þetta réttlæti sé, bendir hann á orð sín fyrir mánuði um að það skemmi börn þegar Gleðigangan sé „svona“.Hvað áttu við með því? „Eins og ein kona sem var að ganga með börnin sín skrifar á Facebook; Að það standi á bakinu á einhverjum manni „Ríddu mér“ og svo er píla beint í rassgatið á honum. Það er ekki eðlilegt að barnaverndarnefnd leggi blessun sína yfir þetta. Þó að barnaverndaryfirvöld stingi höfðinu í sandinn núna, þá er ég alveg með á hreinu að þetta varði við barnavendarlög," segir Gylfi. Þeir sem þekkja til göngunnar kannast ekki við atriði sem þetta í göngunni enda sé stranglega bannað að sýna beran afturenda, kynfæri eða brjóst í göngunni. Hins vegar hafi borið á því allt frá upphafi göngunnar að gagnkynhneigðum vinum brúðguma finnist fyndið að steggja hann með því að lauma honum gróflega klæddum inn í gönguna.
Tengdar fréttir Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45 Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53 Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Sjá meira
Gylfi Ægisson kærir vegna gleðigöngu Segist fá vikufrest frá lögreglu til að afla frekari sönnunargagna. 11. september 2013 06:45
Gylfi kærir rangan aðila Anna Pála Sverrisdóttir, formaður samtakana 78, segir kæru Gylfa Ægissonar ekki svaraverða. 11. september 2013 10:53
Gylfi gerði mistök en kærði rétt Gylfi segist hafa farið með rangt mál en lagt fram kæru gegn Hinsegin dögum. 11. september 2013 13:17