Freyr: Óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. september 2013 21:39 Freyr klórar sér í hausnum á hliðarlínunni. mynd/daníel Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Freyr Alexandersson stýrði íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn í kvöld þegar liðið tapaði 0-2 á heimavelli á móti Sviss í undankeppni HM 2015. Íslenska liðið átti aldrei möguleika eftir að liðið lenti undir strax á 9. mínútu. „Þetta var erfitt. Hápressan gekk vel hjá þeim og við náðum ekki að leysa það og það er eitthvað sem við þurfum að æfa okkur í. Ég reyndi að bregðast við eins og hægt var en við náðum ekki að leysa þessa pressu næginlega vel. Það var erfitt að spila í bleytunni og þær fjórar fremstu hjá þeim eru mjög fljótar. Við þurftum að leita í langa bolta og við viljum það ekki," sagði Freyr og íslenska liðið þarf að hans mati að læra það að spila sig í gegnum slíka hápressu. „Við þurfum að styrkja okkar leik í stuttu spili til þess að verða betra lið. Langir boltar eru ekki að gera mikið fyrir okkur. Ég hálf vorkenndi fremstu mönnum okkar því þetta var rosalega erfitt fyrir þær. Það voru samt allar að leggja sig fram og ætluðu virkilega að reyna að koma sér inn í leikinn. Þær voru betri en við í dag," sagði Freyr. „Það er nóg eftir og Sviss munu misstíga sig. Nú þurfum við bara að einbeita okkur að okkur. Næst er Serbía og við förum þangað og tökum þrjú stig. Mér finnst ekki tímabært að fara að ráðast á það sem þarf að laga núna strax eftir minn fyrsta leik. Ég þarf meiri tíma í að gera upp leikinn og sjá hvar við gerðum misstök. Svo get ég lofað því að við leggjum okkur öll fram í að bæta okkar leik," sagði Freyr. „Það er svekkjandi að þær séu komnar með sex stig á meðan við erum með núll stig. Við ætluðum ekki að tapa leik hérna á heimavelli og það er alveg klárt. Það þýðir samt ekki að dvelja við þetta því þetta er búið og við þurfum bara að halda vel á okkar spilum og bæta okkar leik og gera betur," sagði Freyr. Katrín Jónsdóttir lék sinn 133. og síðasta landsleik í kvöld. Íslensku stelpurnar náðu ekki að kveðja fyrirliða sinn með sigri. „Það er óþolandi að geta ekki kvatt Kötu betur og ég er virkilega svekktur með það. Við finnum eitthvað jákvætt í þessu. Nú bara kveðjum við gömlu en ég er mjög svekktur að hafa ekki kvatt hana með sigri í dag," sagði Freyr.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Nottingham Forest | Skytturnar mæta spútnikliðinu Enski boltinn Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Enski boltinn Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira