Florentino Perez, forseti spænska knattspyrnuliðsins Real Madrid, telur ólíklegt að spænski markvörðurinn Iker Casillas muni yfirgefa Real Madrid í janúarglugganum.
Casillas varð aðalmarkvörður Real Madrid árið 1999 og hefur allar götur síðan staðið í rammanum, þar til á síðustu leiktíð fór hann að detta út úr liðinu.
Diego Lopez hefur verið í marki Real Madrid á þessu tímabili og er spænski landsliðsmarkvörðurinn eðlilega ekki sáttur við sitt hlutskipti hjá liðinu.
„Hann fer líklega ekki frá okkur í janúar, við viljum halda honum hér,“ sagði Perez í spænskum fjölmiðlum.
Perez: Casillas fer ekki frá okkur
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Halldór arfleiddi Fram að „dágóðri upphæð“
Íslenski boltinn

Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna
Enski boltinn

Fullorðnir menn grétu á Ölveri
Enski boltinn


Bruno segist gera hlutina á sinn hátt
Enski boltinn


Allt klárt fyrir úrslitakeppnina
Körfubolti



Aron tekur við landsliði Kúveits
Handbolti