Íslenski boltinn

Ólafur Örn leggur skóna á hilluna

Ólafur Örn Bjarnason.
Ólafur Örn Bjarnason.
Hinn 38 ára gamli varnarmaður Fram, Ólafur Örn Bjarnason, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna góðu.

Þetta kemur fram á vefsíðunni 433.is í dag. Ólafur Örn hefur ekkert leikið vegna meiðsla síðan í bikarúrslitaleiknum gegn Stjörnunni.

Hann hefur því leikið sinn síðasta knattspyrnuleik á ferlinum.

Ólafur þjálfaði lið Grindavíkur en spilaði svo með liðinu áður en hann fór til Fram. Ólafur segir í samtali við 433.is að hann hafi hug á því að fara út í þjálfun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×