Innlent

„Ekki í lagi að sleppa takinu“

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Dorrit Moussaieff, Jón Gnarr og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu málin í Háaleitisskóla í dag.
Dorrit Moussaieff, Jón Gnarr og Ólafur Ragnar Grímsson ræddu málin í Háaleitisskóla í dag.
Það er ekki í lagi að foreldrar sleppi takinu og leggi blessun sína yfir áfengisneyslu barna þegar þau byrja í framhaldsskóla. Þetta sagði forseti Íslands á kynningarfundi um Forvarnardaginn í dag.

Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands, en markmið hans er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum og áfengi að bráð. Þetta var rætt á kynningarfundi í Háaleitisskóla í dag þar sem forseti og borgarstjóri töluðu um málefnið.

Á Íslandi hefur náðst góður árangur í baráttu gegn notkun áfengis og tóbaks á grunnskólastigi og standa íslenskir grunnskólanemar mjög vel í alþjóðlegum samanburði. árið 1998 höfðu 42% ungmenna í tíunda bekk neytt áfengis innan þrjátíu daga tímaramma.  Í dag er prósentan 5%. Daglegar reykingar hafa farið frá tuttugu og þremur prósentum niður í 3% og þeim sem hafa prófað hass hefur fækkað úr 17% niður í 2%.

Aftur á móti verður veruleg aukning í notkum á áfeng á fyrsta ári í framhaldsskóla og telja margir að foreldrar láti það ótalið að nemar noti áfengi eftir að þau eru komin í framhaldsskóla. Ólafur Ragnar segir að fólk þurfi að taka höndum saman til að ná sama árangri á fyrstu árum framhaldsskólanna og náðst hefur á grunnskólastigi.

„Það er vitað mál að partýstandið byrjar í mörgum tilfellum í menntaskólunum. Þarna sjá sölumenn dauðans, eins og ég kýs að kalla þá því það er nákvæmlega það sem þeir eru, tækifæri í að notfæra sér ungt fólk og klófesta þau í fíkniefnaheiminum. Því þurfa foreldrar og skólayfirvöld að leggjast á eitt til að koma í veg fyrir áfengisneyslu á fyrstu árum menntaskólanna,“ segir Ólafur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×