„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. október 2013 13:08 Gunnar Áki Kjartansson bjargaði ungum karlmanni frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í gær. Myndir/Hari og úr Einkasafni Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“ Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira
Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Fleiri fréttir Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Sjá meira