„Tilviljun að ég var í sundlauginni“ Jón Júlíus Karlsson skrifar 7. október 2013 13:08 Gunnar Áki Kjartansson bjargaði ungum karlmanni frá drukknun í Suðurbæjarlaug í Hafnarfirði í gær. Myndir/Hari og úr Einkasafni Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“ Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira
Það var tilviljun sem réði því að Gunnar Áki Kjartansson, bjargvætturinn úr Suðurbæjarlaug Hafnarfjarðar, skellti sér til sunds í sundlauginni í gær. Gunnar Áki bjargaði í gær karlmanni frá drukknun úr sundlauginni. Gunnar sá ungan karlmann fljóta í lauginni með höfuðið niður í vatnið en sýndi snör viðbrögð og kom manninum upp á sundlaugarbakkann og hóf endurlífgun. „Ég var að klára síðustu ferðina þegar ég tek eftir manninum í lauginni. Fyrst hélt ég að hann væri að halda í sér andanum en þegar hann hreyfðist ekkert þá tók í stefnuna beint til hans,“ segir Gunnar Áki í samtali við Vísi. „Ég ríf hann upp úr vatninu, kalla á hjálp og kem honum upp á sundlaugarbakkann. Annar maður kom þá strax að okkur og hóf að hnoða manninn. Ég passaði að öndunarvegurinn væri opinn. Hann var orðinn alveg fjólublár á þessum tímapunkti og þetta leit ekki vel út. Sundlaugarverðir komu að okkur með hjartatæki en okkur tókst að hnoða hann aftur af stað þannig að það reyndist óþarft.“Ætlaði að vera kominn fyrr í laugina Gunnar Áki er búsettur í Árbænum og fer ekki oft í sund. Hann segir að það hafi verið algjör tilviljun að hann hafi farið í Suðurbæjarlaug í gær og jafnframt hafi röð atvika leitt til þess að hann hafi farið í laugina á þessum tímapunkti. „Ég ætlaði ekkert að synda og fór fyrst í pottinn. Svo ákvað ég að skella mér nokkrar ferðir. Við ætluðum líka að vera komin miklu fyrr í laugina þannig að það var algjör tilviljun að ég skyldi vera í lauginni á þessum tímapunkti,“ segir Gunnar Áki. Skyndihjálparnámskeið sem Gunnar fór á fyrir nokkrum árum kom að góðum notum í gær. Hann telur þó að það væri skynsamlegt að fara aftur á námskeið til upprifjunar. Gunnar starfar hjá Tankahreinsun Magnúsar sem aðallega þjónustar Norðurál. Hann segir að mjög góða tilfinningu að bjarga mannslífi. „Jú, það er það. Þetta var mjög óvenjuleg sundferð. Ég fór mjög sáttur að sofa í gærkvöldi.“
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Sjá meira