Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 4-1 útisigur á botnliði Sunnanå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Kristianstad komst upp í sjöunda sætið með þessum sigri.
Fyrra mark Margrétar Láru kom strax á fyrstu mínútu leiksins en Susanne Moberg bætti við öðru marki á 32. mínútu. Sunnanå minnkaði muninn á 58. mínútu.
Danska landsliðskonan Johanna Rasmussen skoraði þriðja markið á 77. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar bætti Margrét Lára við sínu öðru marki í leiknum.
Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristianstad en þurfti að fara af velli á 53. mínútu. Margrét Lára spilað hinsvegar allar 90 mínúturnar.
Margrét Lára hefur nú skorað 13 mörk í 20 leikjum í sænsku deildinni á þessu tímabili og það hafa bara tveir leikmenn í deildinni skorað fleiri mörk en íslenska landsliðskonan.
Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

„Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“
Íslenski boltinn

Danski dómarinn aftur á börum af velli
Handbolti


David Raya bjargaði stigi á Old Trafford
Enski boltinn





Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana
Enski boltinn

Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR
Íslenski boltinn