Stefán Logi Sívarsson og Davíð Freyr Magnússon, voru úrskurðaðir í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag, samkvæmt upplýsingum frá Helga Magnúsi Gunnarssyni, vararíkissaksóknara.
Stefán Logi og Davíð Freyr eru grunaðir um aðild að tveimur alvarlegum líkamsárásum og frelsissviptingu í sumar.
Stefán Logi hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því í júlí í sumar. Hann er jafnframt grunaður um aðild að tveimur alvarlegum líkamsárásum og frelsissviptingu í júlí.
