Innlent

Norskur ríkisborgari grunaður um aðild að hryðjuverkum í Kenía

Hassan Abdi Dhululow sést hér skjóta úr riffli í Westgate verslunarmiðstöðinni.
Hassan Abdi Dhululow sést hér skjóta úr riffli í Westgate verslunarmiðstöðinni.
Norskur ríkisborgari er grunaður um aðild að hryðjuverkaárásinni á Westgate verslunarmiðstöðina í Kenía í síðasta mánuði. Frá því er sagt á vef BBC.

Hassan Abdi Dhululow, 23 ára, er fæddur í Sómalíu en fluttist með fjölskyldu sinni til Noregs árið 1999 sem flóttamenn, nánar tiltekið til bæjarins Larvik. Í nýútgefnu myndbandi sést hann skjóta úr riffli í verslunarmiðstöðinni þar sem minnst 67 manns létu lífið.

Ættingi hans sagði BBC að hann hefði eitt sinn hringt til fjölskyldunnar í Noregi og sagst vera í vandræðum og hann vildi koma aftur heim. Annar ættingi segir Hassan ekki hafa líkað lífið í Noregi, að hann hefði lent í slagsmálum og að faðir hans hefði haft áhyggjur af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×