Umfjöllun, viðtöl og myndir: Haukar - ÍR : 30-28| Haukar sigra í Háspennuleik Sigmar Sigfússon á Ásvöllum skrifar 17. október 2013 14:29 myndir / daníel Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun fyrir áhorfendur þar sem mörg mörk litu dagsins ljós. Fyrstu 30. mínúturnar voru æsispennandi og liðin skiptust á forystunni. Staðan var 5-5 eftir 8. mínútna leik og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis leik sitthvorum enda vallarins. ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti en dínamískt jafnvægi var á liðinum á þessum kafla og Haukar jöfnuðu leikinn á ný. Leikurinn var jafn alveg til enda fyrri hálfleiksins. Haukar voru yfir með einu marki þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og fóru til búningsklefa marki yfir, 15-16. Sturla Ásgeirson var duglegur að skora fyrir ÍR-inga úr hraðaupphlaupum og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, var drjúgur fyrir þá rauðklæddu og skoraði mörg góð mörk fyrir utan. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik virkilega vel og komust í fjögurra marka forystu, 17-21, eftir sjö mínútna leik. Haukarnir löguðu stöðuna eftir því sem leið á en voru ávallt skrefi á eftir ÍR-ingum. Jón Þorbjörn Jóhannson, línumaður Hauka, minnkaði muninn í eitt mark á 43. mínútnu, 22-23, og áhorfendur komnir með spennandi leik á ný. Einar Pétur Pétursson, hornamaður Hauka, jafnaði leikinn, 26,-26, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Staðan var jöfn í fjórar mínútur þar sem markmenn vörðu hvert skotið á eftir öðru. Haukar skoruðu þá þrjú mörk í röð eftir mikinn klaufagang í sókninni hjá ÍR-ingum og kláruðu leikinn. Heimamenn sýndu mikinn karakter í lokin og uppskáru tvö stig. Einar Pétur Pétursson var markahæstur Hauka með átta mörk og þá skoraði Sturla níu fyrir ÍR. Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sigurbergur snéri ökklan illa á móti Benfica í síðustu viku. Patrekur: Lykilatriði er að gefast ekki upp„Ég var óánægður með liðið í hálfleik. Það vantaði grimmdina að stoppa, fá fríköst og við vorum að klikka á miklu. Alltaf skrefinu á eftir eins og á móti Benfica,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum samt að skora mörk og leystum þannig séð sóknarleikinn betur en oft áður. En lykilatriði er að gefast ekki upp og þá áttu 2.flokk strákarnir sem komu inn af bekknum góðan leik. Þeir voru klárir og óhræddir.“ „ÍR-ingar eru með gott lið og höfðu unnið þrjá leiki röð. Ég vissi að við þurftum að spila vel og kaflinn hjá okkur í lokin var virkilega góður.“ „Þetta leit ekkert vel út þegar um fimm mínútur voru eftir en það þýðir ekkert að væla heldur halda bara áfram. Við sýndum það í kvöld að við vorum naglar og gáfumst ekki upp. Þráttt fyrir að handboltalega voru mörg atriði ekki í lagi hjá okkur. Við æfum þau áfram en aðalatriði er að missa ekki haus og ég er sáttur við þessi tvö stig á móti svona hörku liði,“ sagði Patrekur sáttur með sína menn. Bjarki: Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni„Þetta var svolítið spennandi en það var bara hérna í lokin. Við vorum fjórum mörkum yfir þegar sjö mínútur voru eftir og þá er eins og blaðran hafi sprungið. Menn virtust halda að þetta væri komið og það er virkilega slæmt ef þannig hlutir eru að koma fyrir í leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn. „Menn fóru inn í sína eigin skel og fóru að reyna upp á eigin spýtur. Þá duttu menn út úr skipulaginu og boltinn fékk ekki ganga. Ekkert gekk upp í sókinni á þeim tíma og við fengum hraðaupphlaup í bakið.“ „Þeir spiluðu skynsamlegra en við síðustu tíu mínútarnar og uppskáru sigur. Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni. Hugsanlega vitlaust stillt upp hjá mér í sókn fyrir utan þá fjórtán tæknilegu feila sem við vorum með í leiknum. Þeir eiga að vera í mesta lagi sex í einum leik.“ „Þó svo að við skorum 28 mörk í leiknum að þá vorum við ekki góðir í sókn,“ sagði Bjarki ósáttur með sína menn í lokin Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Haukar unnu ÍR, 30-28, á heimavelli í 5. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld. ÍR-ingar voru með yfirhöndina nánast allan leikinn en Haukar skoruðu þrjú mörk í röð í stöðunni, 26-26, þegar um fimm mínútur voru eftir og kláruðu leikinn í kjölfarið. Fyrri hálfleikur var mikil skemmtun fyrir áhorfendur þar sem mörg mörk litu dagsins ljós. Fyrstu 30. mínúturnar voru æsispennandi og liðin skiptust á forystunni. Staðan var 5-5 eftir 8. mínútna leik og markmenn beggja liða búnir að eiga ágætis leik sitthvorum enda vallarins. ÍR-ingar skoruðu tvö mörk í röð og náðu tveggja marka forskoti en dínamískt jafnvægi var á liðinum á þessum kafla og Haukar jöfnuðu leikinn á ný. Leikurinn var jafn alveg til enda fyrri hálfleiksins. Haukar voru yfir með einu marki þegar tvær mínútur voru eftir en þá skoruðu gestirnir tvö mörk í röð og fóru til búningsklefa marki yfir, 15-16. Sturla Ásgeirson var duglegur að skora fyrir ÍR-inga úr hraðaupphlaupum og skoraði sex mörk í fyrri hálfleik. Árni Steinn Steinþórsson, leikmaður Hauka, var drjúgur fyrir þá rauðklæddu og skoraði mörg góð mörk fyrir utan. Gestirnir byrjuðu seinni hálfleik virkilega vel og komust í fjögurra marka forystu, 17-21, eftir sjö mínútna leik. Haukarnir löguðu stöðuna eftir því sem leið á en voru ávallt skrefi á eftir ÍR-ingum. Jón Þorbjörn Jóhannson, línumaður Hauka, minnkaði muninn í eitt mark á 43. mínútnu, 22-23, og áhorfendur komnir með spennandi leik á ný. Einar Pétur Pétursson, hornamaður Hauka, jafnaði leikinn, 26,-26, þegar sjö mínútur voru til leiksloka. Staðan var jöfn í fjórar mínútur þar sem markmenn vörðu hvert skotið á eftir öðru. Haukar skoruðu þá þrjú mörk í röð eftir mikinn klaufagang í sókninni hjá ÍR-ingum og kláruðu leikinn. Heimamenn sýndu mikinn karakter í lokin og uppskáru tvö stig. Einar Pétur Pétursson var markahæstur Hauka með átta mörk og þá skoraði Sturla níu fyrir ÍR. Sigurbergur Sveinsson, markahæsti leikmaður Hauka, var fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Sigurbergur snéri ökklan illa á móti Benfica í síðustu viku. Patrekur: Lykilatriði er að gefast ekki upp„Ég var óánægður með liðið í hálfleik. Það vantaði grimmdina að stoppa, fá fríköst og við vorum að klikka á miklu. Alltaf skrefinu á eftir eins og á móti Benfica,“ sagði Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka, eftir leikinn. „Við vorum samt að skora mörk og leystum þannig séð sóknarleikinn betur en oft áður. En lykilatriði er að gefast ekki upp og þá áttu 2.flokk strákarnir sem komu inn af bekknum góðan leik. Þeir voru klárir og óhræddir.“ „ÍR-ingar eru með gott lið og höfðu unnið þrjá leiki röð. Ég vissi að við þurftum að spila vel og kaflinn hjá okkur í lokin var virkilega góður.“ „Þetta leit ekkert vel út þegar um fimm mínútur voru eftir en það þýðir ekkert að væla heldur halda bara áfram. Við sýndum það í kvöld að við vorum naglar og gáfumst ekki upp. Þráttt fyrir að handboltalega voru mörg atriði ekki í lagi hjá okkur. Við æfum þau áfram en aðalatriði er að missa ekki haus og ég er sáttur við þessi tvö stig á móti svona hörku liði,“ sagði Patrekur sáttur með sína menn. Bjarki: Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni„Þetta var svolítið spennandi en það var bara hérna í lokin. Við vorum fjórum mörkum yfir þegar sjö mínútur voru eftir og þá er eins og blaðran hafi sprungið. Menn virtust halda að þetta væri komið og það er virkilega slæmt ef þannig hlutir eru að koma fyrir í leikjum,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, svekktur eftir leikinn. „Menn fóru inn í sína eigin skel og fóru að reyna upp á eigin spýtur. Þá duttu menn út úr skipulaginu og boltinn fékk ekki ganga. Ekkert gekk upp í sókinni á þeim tíma og við fengum hraðaupphlaup í bakið.“ „Þeir spiluðu skynsamlegra en við síðustu tíu mínútarnar og uppskáru sigur. Einbeitingaskortur og óagaðar ákvarðanir í sókninni. Hugsanlega vitlaust stillt upp hjá mér í sókn fyrir utan þá fjórtán tæknilegu feila sem við vorum með í leiknum. Þeir eiga að vera í mesta lagi sex í einum leik.“ „Þó svo að við skorum 28 mörk í leiknum að þá vorum við ekki góðir í sókn,“ sagði Bjarki ósáttur með sína menn í lokin
Olís-deild karla Mest lesið Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Merino aftur hetja Arsenal Enski boltinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Enski boltinn Sæmdu hvor aðra Gullmerki KKÍ Körfubolti Haaland sló enn eitt metið í gær Fótbolti Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Enski boltinn Tvíburarnir áttu Arnars og Bjarka stund með unglingaliði Man. Utd Enski boltinn Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira