Ræða borgarstjóra vekur kátínu: Vefmyndavélar í augu Ólafs Thors Stígur Helgason skrifar 16. október 2013 09:15 Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur. Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Jón Gnarr borgarstjóri kallaði fram hlátur á borgarstjórnarfundi í gær í fjörlegum umræðum um útilistaverk í Reykjavík, þegar hann kynnti kúnstugar hugmyndir sínar um það hvernig mætti lífga upp á borgina og uppfræða í leiðinni almenning, einkum börn, um stjórnmálasögu Íslands. Umræðan var að beiðni sjálfstæðismanna, sem gagnrýndu ójafna dreifingu stytta og útilistaverka um borgina — um helmingur af styttum og listaverkum væri í miðbænum en lítið í úthverfum. Sóley Tómasdóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna, tjáði þá skoðun sína að gera þyrfti gangskör að því að rétta hlut kvenna í styttuflóru borgarinnar og sagðist helst vilja að gerð yrði ein stytta af eiginkonum allra þeirra karla sem þegar eru til afsteypur af í Reykjavík. Borgarstjórinn var sammála því að það hallaði mjög á konur og lagði til að drifið yrði í því að gera brjóstmynd af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, fyrrverandi borgarstjóra, til að vega upp á móti því. Á hinn bóginn taldi hann ekki ráðlegt að gera styttur af mökum allra karla sem þegar væru í styttulíki, enda væri eins víst að sumir þeirra hefðu átt karlkyns elskhuga, jafnvel á laun, og með því að höggva þá alla í stein yrði því hugsanlega unnið gegn því takmarki að fjölga kvenlíkneskjum í borgarlandinu. Jón varði annars drjúgum tíma í að fjalla um og mæra Ólaf Thors, fyrrverandi forsætisráðherra, og lagði til lausn á áðurnefndum vanda sem sjálfstæðismaðurinn Kjartan Magnússon hafði gert að umtalsefni; að stytturnar dreifðust ekki nægilega um úthverfi. Jón stakk upp á því að styttan af Ólafi Thors við ráðherrabústaðinn yrði gerð að eins konar farandgrip sem fluttur yrði hverfa á milli, með viðhöfn í hvert skipti, íbúum til yndisauka og uppfræðingar. Borgarstjórinn lét ekki staðar numið þar, eins og sjá má og heyra í meðfylgjandi upptöku, heldur gerði grein fyrir frekari útfærslum hugmyndarinnar, sem verða að teljast býsna framúrstefnulegar, og uppskar fyrir vikið hlátrasköll frá viðstöddum — að minnsta kosti sumum þeirra.Árétting: Rétt er að geta þess að Sóley Tómasdóttir tók fram í annarri ræðu að hugmynd hennar, sem lýst er hér að ofan, væri ekki sett fram af alvöru, enda þættu henni myndastyttur almennt frekar ómerkilegir bautasteinar. Með þessari róttæku hugmynd hafi hún hins vegar viljað vekja athygli á og skapa umræðu um hversu mjög hallaði á konur í þeirri mynd sem dregin hefði verið upp af merkispersónum úr Íslandssögunni, meðal annars í gegnum minnisvarða eins og styttur.
Mest lesið Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Innlent Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira