Handbolti

Óvissa með viðureign ÍBV og FH í Eyjum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Samsett
Ekki er víst að leikur ÍBV og FH í Olísdeild karla í handknattleik fari fram í dag. Ölduhæð í Landeyjahöfn gerir það að verkum að búið er að fresta ferðum Herjólfs.

Leikurinn átti að fara fram klukkan 15 í dag. Ferð Herjólfs frá Vestamannaeyjum klukkan 11:30 og Landeyjahöfn klukkan 13 hefur verið frestað. Næsta athugun verður gerð klukkan 13.

Ljóst er að leikurinn mun aldrei hefjast klukkan 15 í dag en möguleiki er á að hann fari fram klukkan 18. Þetta staðfesti Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, við Vísi fyrir stundu. Þurfi að fresta ferð Herjólfs á ný verður reynt að spila leikinn á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×