„Getum ekki boðið upp á aukasýningu eins og Björgvin Halldórsson“ Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2013 09:27 Þórir Hákonarson mynd/vilhelm Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira
Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands, segir að farið hafi verið að leiðbeiningum söluaðilans Mida.is þegar ákvörðun var tekin að setja miða á landsleik Íslands og Króatíu í sölu klukkan 4 í nótt. Tilkynnt var á heimasíðu KSÍ í gær að miðar færu í sölu í dag. Þó kom ekki fram klukkan hvað miðasala hæfist en heimildir Vísis herma að ákvörðunin hafi verið meðvituð þar sem talið var að sölukerfið myndi hrynja yrði álag of mikið.Sparkspekingar úthúða KSÍ Þórir sagðist ekki vita nákvæmlega hve margir miðar fóru í sölu til almennings í nótt og sömuleiðis hve margir hefðu farið til styrktaraðila. „Við fórum þessa leið í samráði við starfsmenn midi.is en við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því að eftirspurnin eftir miða á leikinn yrði gríðarleg,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Það var vitað fyrir að eftirspurnin eftir miðum á leikinn væri mun meiri en venjulega en líklega hefðum við getað selt yfir 25.000 miða.“ „Núna þurfum við alvarlega að skoða þann möguleika að fólk fái að leggja inn pöntun fyrir miðum um mánuði fyrir leik og í framhaldinu af því yrði happadrætti um lausa miða eins og þekkist erlendis.“Mynd/VilhelmFólk óskar eftir miðum á Bland Að sögn Þóris fengu Króatar eitt þúsund miða en til að mynda fyrir leikinn gegn Kýpverjum voru engir miðar fráteknir fyrir stuðningsmenn Kýpur. „Handhafar A-passa sem eru dómarar, starfsmenn og blaðamenn eru samtals 240 miðar og við reyndum að halda þeirri tölu eins lágri og mögulegt er. Samstarfsaðilar KSÍ fengu einnig ákveðið magn af miðum en ég á eftir að taka það almennilega saman hversu margir miðar það eru. Við reynum ávallt að halda öllu slíku í algjöru lágmarki.“ „Við einfaldlega búum ekki við það landslag eins og Björgvin Halldórsson og aðrir tónlistamenn að bjóða uppá aukasýningu.“ Þórir útilokar ekki að leikurinn verði sýndur risaskjá í Laugardalhöll eða einhverjum slíkum stað.Mynd/VilhelmFengu ekki miða og eru hundfúl.Uppfært: Þórir Hákonarson sagði í viðtali við útvarpsþáttinn Bítið á Bylgjunni að um 1000 til 1500 miðar hefðu farið til samstarfsaðila. Hægt er að hlusta á viðtalið í spilaranum hér að ofan. Landsleikur Íslands og Króatíu fer fram á Laugardalsvelli föstudagskvöldið 15. nóvember.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30 "KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32 Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00 Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39 Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Messi kominn í frí fram í febrúar Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Katrín áfram í Kópavogi Sjá meira
Twitter logar: Takk Klúðursamband Íslands Íslendingar eru ekki sáttir. Það má sjá á samskiptamiðlinum Twitter í morgun. 29. október 2013 09:30
"KSÍ er ekki geðslegur klúbbur“ Margir Íslendingar hafa brugðist illa við fréttum af því að uppselt hafi orðið um miðja nótt á landsleikinn. 29. október 2013 09:32
Þórir hjá KSÍ: Alltaf hætta á svartamarkaðsbraski með miða "Fyrstur kemur fyrstur fær“ gildir þegar miðasala á Króatíuleikinn hefst í dag. 29. október 2013 07:00
Næturmiðarnir komnir á Bland Miðar ganga nú þegar kaupum og sölum á leik Íslands og Króatíu. Á síðunni bland.is má sjá þó nokkrar auglýsingar þar sem óskað er eftir miðum en einnig hafa miðar verið boðnir til sölu. 29. október 2013 09:39