Miðasala á leik Íslands og Króatíu í umspilinu um sæti á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sem fram fer í Brasilíu á næsta ári hófst rétt eftir klukkan fjögur í nótt.
Leikurinn fer fram þann 15. nóvember á Laugardalsvellinum og liðin mætast síðan á ný ytra þann 19. nóvember.
Búist er við því að uppselt verði á leikinn innan skamms eða á næstu klukkustundum.
Uppselt var á leik Íslands og Kýpur í sömu undankeppni um mánuði fyrir leik en leikurinn gegn Króötum er án efa stærsti leikur í sögu íslenska karlalandsliðsins.
Miðasalan fer fram á vefsíðunni midi.is
Miðasala á leik Íslands og Króatíu hófst í nótt
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




„Bæði svekktur en líka stoltur“
Íslenski boltinn

„Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“
Körfubolti

„Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“
Körfubolti

„Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“
Körfubolti

„Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“
Íslenski boltinn
