„Held ég sé með Íslandsmetið í innkeyrslu í verslanir“ Gunnar Valþórsson og Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. október 2013 08:55 Ofnakerfi hússins rifnaði í sundur við áreksturinn og flæddi heitt vatn því um allt. mynd/gva Innbrot var framið í verslunina Tölvuvirkni í Holtasmára í Kópavogi um klukkan fimm í morgun. Þjófarnir bökkuðu bíl hreinlega inn í verslunina og brutu við það gluggann. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir þarna voru að verki en málið er í rannsókn. Björgvin Þór Hólm, rekstrarstjóri verslunarinnar, segir í samtali við Vísi að um mikið tjón sé að ræða, en ofnakerfi hússins rifnaði í sundur við áreksturinn og flæddi heitt vatn því um allt. „Þetta var eins og eftir sprengjuárás þegar við mættum í morgun. Þeir stálu fyrir sirka milljón, vatnsskemmdirnar á vörum eru fyrir um tvær, og svo um tvær til þrjár á húsinu sjálfu.“ Þá segir Björgvin að einnig hafi orðið vatnsskemmdir á búðinni Tvö líf sem er í sama húsi. Þá var slökkviliðið kallað út til þess að hreinsa upp eftir flóðið og segist Björgvin þakklátur fyrir það. Bílnum sem var bakkað inn í verslunina er talinn vera af gerðinni Cherokee en brak úr bílnum lá á víð og dreif um bílastæðið þegar starfsmenn Tölvuvirkni bar að garði. Einnig hafði töluvert magn þýfis hrunið úr bílnum þegar honum var keyrt í burtu.Björgvin Þór Hólm, rekstrarstjóri verslunarinnar, segir í samtali við Vísi að um mikið tjón sé að ræða.mynd/stöð 2Rifu öryggismyndavélar úr sambandi „Vettvangurinn var svolítið skemmtilegur. Hluti af bílnum varð eftir í Tölvuvirkni,“ segir Björgvin og hafa vitni staðfest að um Cherokee-jeppa hafi verið að ræða. „En þeir höfðu fyrir því að rífa öryggismyndavélarnar úr sambandi.“ Björgvin biður fólk um að hafa augun hjá sér bjóðist því tölvubúnaður til sölu á óeðlilega lágu verði. „Sá sem kaupir þýfið er hinn raunverulegi þjófur. Hann er vinnuveitandinn.“ Atvikið í morgun er ekki í fyrsta skipti sem ekið er inn í verslunina að sögn Björgvins. „Þegar við vorum í Hlíðarsmáranum var líka keyrt inn í búðina. Ég held ég sé örugglega með Íslandsmetið í innkeyrslu í verslanir.“ Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira
Innbrot var framið í verslunina Tölvuvirkni í Holtasmára í Kópavogi um klukkan fimm í morgun. Þjófarnir bökkuðu bíl hreinlega inn í verslunina og brutu við það gluggann. Að sögn lögreglu er ekki vitað hverjir þarna voru að verki en málið er í rannsókn. Björgvin Þór Hólm, rekstrarstjóri verslunarinnar, segir í samtali við Vísi að um mikið tjón sé að ræða, en ofnakerfi hússins rifnaði í sundur við áreksturinn og flæddi heitt vatn því um allt. „Þetta var eins og eftir sprengjuárás þegar við mættum í morgun. Þeir stálu fyrir sirka milljón, vatnsskemmdirnar á vörum eru fyrir um tvær, og svo um tvær til þrjár á húsinu sjálfu.“ Þá segir Björgvin að einnig hafi orðið vatnsskemmdir á búðinni Tvö líf sem er í sama húsi. Þá var slökkviliðið kallað út til þess að hreinsa upp eftir flóðið og segist Björgvin þakklátur fyrir það. Bílnum sem var bakkað inn í verslunina er talinn vera af gerðinni Cherokee en brak úr bílnum lá á víð og dreif um bílastæðið þegar starfsmenn Tölvuvirkni bar að garði. Einnig hafði töluvert magn þýfis hrunið úr bílnum þegar honum var keyrt í burtu.Björgvin Þór Hólm, rekstrarstjóri verslunarinnar, segir í samtali við Vísi að um mikið tjón sé að ræða.mynd/stöð 2Rifu öryggismyndavélar úr sambandi „Vettvangurinn var svolítið skemmtilegur. Hluti af bílnum varð eftir í Tölvuvirkni,“ segir Björgvin og hafa vitni staðfest að um Cherokee-jeppa hafi verið að ræða. „En þeir höfðu fyrir því að rífa öryggismyndavélarnar úr sambandi.“ Björgvin biður fólk um að hafa augun hjá sér bjóðist því tölvubúnaður til sölu á óeðlilega lágu verði. „Sá sem kaupir þýfið er hinn raunverulegi þjófur. Hann er vinnuveitandinn.“ Atvikið í morgun er ekki í fyrsta skipti sem ekið er inn í verslunina að sögn Björgvins. „Þegar við vorum í Hlíðarsmáranum var líka keyrt inn í búðina. Ég held ég sé örugglega með Íslandsmetið í innkeyrslu í verslanir.“
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Fleiri fréttir Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Sjá meira