„Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Jón Þór Stefánsson skrifar 13. nóvember 2024 22:26 Kristrún Frostadóttir segir að Þórður Snær megi skammast sín vegna skrifa sinna. Vísir/Vilhelm „Ég hef séð þessi skrif sem birtust á bloggsíðu Þórðar Snæs og viðurkenni að það er ótrúlega erfitt fyrir mig sem konu að lesa þennan texta. Mér leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta,“ segir Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar um skrif Þórðar Snæs Júlíussonar, sem er í framboði fyrir flokkinn, sem birtust á bloggsíðu á fyrsta áratugi þessarar aldar. Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira
Í gær og í dag hafa ýmis skrif Þórðar Snæs, sem er í þriðja sæti lista Samfylkingarinnar í Reykjavík norður, í sama kjördæmi og Kristrún, verið dregin fram í sviðsljósið. Hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir viðhorf sem birtast í umræddum skrifum sem eru meðal annars sögð lýsa ósæmilegum viðhorfum í garð kvenna. Í færslu sem birtist á Facebook-síðu Kristrúnar segir hún að henni finnist ömurlegt að þurfa að svara fyrir svona lagað. „Eins og flestir vita höfum við í Samfylkingunni verið í fararbroddi í samfélaginu á sviði jafnréttismála og ætlum okkur að vera það áfram. Það þarf því vart að taka fram að þessi skrif endurspegla í engu stefnu flokksins,“ segir hún. „Textinn er skrifaður fyrir tæpum 20 árum af ungum manni sem var greinilega fullur af óöryggi og einhvers konar reiði sem endurspeglast í þessum subbulegu skrifum.“ Gefur ekki rétta mynd af hans persónu Kristrún segist hafa rætt við Þórð Snæ um málið. Hann skammist sín fyrir þau, og að mati Kristrúnar má hann skammast sín. „Ég hef rætt við Þórð. Hann skammast sín djúpt fyrir skrifin, og má og á að skammast sín. Ég tel mig hins vegar vita að þessi bloggsíða gefi ekki rétta mynd af hans persónu í dag eða skoðunum hans og sýn á samfélagið,“ segir hún. Að hennar mati á fólk að fá tækifæri til að bæta ráð sitt og þroskast. „Mín skoðun er sú að við eigum að gefa fólki tækifæri til að bæta ráð sitt. Fólk þroskast og breytist, og getur sannarlega gert það á 20 árum. Mér finnst að fólki eigi að njóta sannmælis þegar það bætir ráð sitt í raun og veru. Það getur Þórður aðeins gert með sínum verkum. Þórður hefur tekið fulla ábyrgð á málinu og beðist afsökunar, án fyrirvara. Hann þarf að sýna með verkum sínum að hann sé ekki sá maður sem birtist í þessum gömlu skrifum,“ skrifar Kristrún. „Ég vona að það gangi vel.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Klakastykki mölbraut bílinn Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Sjá meira