Real Madrid gjörsamlega valtaði yfir Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld en leiknum lauk með 7-3 sigri Madrídinga.
Gareth Bale gerði tvö fyrstu mörk heimamanna á Bernabéu. Cristiano Ronaldo gerði sína þriðju þrennu fyrir Real Madrid gegn Sevilla á ferlinum í kvöld.
Karim Benzema gerði síðan tvö mörk fyrir heimamenn í kvöld. Gareth Bale lagði einnig upp tvö mörk í kvöld og átti stórleik.
Magnaður sigur en Real Madrid er í þriðja sæti deildarinnar með 25 stig. Sevilla er í 10. sætinu með 13 stig.
Real Madrid niðurlægði Sevilla | Ronaldo með þrennu og Bale tvö

Mest lesið






„Við áttum skilið að vinna í dag“
Fótbolti

United nálgast efri hlutann
Enski boltinn

Sjötíu ára titlaþurrð á enda
Enski boltinn


Hinrik farinn til Noregs frá ÍA
Fótbolti