Ákváðu fyrirkomulag sölu seint um kvöld Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2013 07:12 Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Mynd/Pjetur „Ég talaði við Ólaf (Thorarensen) hjá midi.is seint í fyrrakvöld. Það var lokasímtal. Við vorum auðvitað búnir að vera í reglulegum samskiptum við þá,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fjölmargir landsmenn vöknuðu upp við vondan draum í gær. Um áttaleytið hafði selst upp á viðureign íslenska karlalandsliðsins gegn því króatíska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Ljóst var að eftirspurn eftir miðum væri mikil, söguleg, og höfðu forsvarsmenn KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara, að miðar færu í sölu í gær. Aldrei kom þó fram klukkan hvað. Þórir segir ákvörðunina um nákvæma tímasetningu á miðasölu ekki hafa verið tekna fyrr en í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan að miðasala hæfist klukkan fjögur að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris. „Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um klukkan 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér síðdegis í gær. Þar sagðist hann taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni, viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða og baðst afsökunar. Ólafur hjá midi.is sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að sölukerfi midi.is væri „sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu“. Þórir fylgdist sjálfur með því þegar salan hófst um nóttina. Hann segir greinilegt að einhverjir hafi vaktað miðasöluna og verið í startholunum um það leyti sem miðasala hófst. Hann segir þó gríðarlegan kipp hafa komið í söluna þegar fólk fór að ranka við sér á heimilum sínum um morguninn. Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, fékk miða til sölu síðdegis á mánudag. Um takmarkað magn miða var að ræða og fengu færri miða en vildu. Hópurinn fékk þó ákveðna vísbendingu um að sofa ekki yfir sig frá framkvæmdastjóranum. „Þeir spurðu mig að því hvenær salan myndi hefjast. Það lá ekki fyrir. Ég sagði þeim að það yrði snemma í fyrramálið. Ég held að þær upplýsingar hafi einnig komið fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir Þórir.Mynd/VilhelmVísbendingar um miðabrask Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu. „En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.Mynd/VilhelmNákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti. Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leikmanna, Tólfunnar, A-passa.5.000 miðar í almenna sölu.700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
„Ég talaði við Ólaf (Thorarensen) hjá midi.is seint í fyrrakvöld. Það var lokasímtal. Við vorum auðvitað búnir að vera í reglulegum samskiptum við þá,“ segir Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri Knattspyrnusambands Íslands. Fjölmargir landsmenn vöknuðu upp við vondan draum í gær. Um áttaleytið hafði selst upp á viðureign íslenska karlalandsliðsins gegn því króatíska í umspili um laust sæti á heimsmeistaramótinu næsta sumar. Ljóst var að eftirspurn eftir miðum væri mikil, söguleg, og höfðu forsvarsmenn KSÍ tilkynnt, með dags fyrirvara, að miðar færu í sölu í gær. Aldrei kom þó fram klukkan hvað. Þórir segir ákvörðunina um nákvæma tímasetningu á miðasölu ekki hafa verið tekna fyrr en í fyrrnefndu símtali sínu við Ólaf í fyrrakvöld. Úr varð niðurstaðan að miðasala hæfist klukkan fjögur að nóttu til. Ákvörðunin var Þóris. „Hugmyndin var einfaldlega sú að reyna að tryggja jafna miðasölu fram eftir morgni og gekk það eftir þar til um klukkan 7 í morgun þegar um 3.000 miðar seldust á um 20 mínútum og á þeim tíma var gríðarlegt álag á kerfinu,“ segir í yfirlýsingu sem Þórir sendi frá sér síðdegis í gær. Þar sagðist hann taka fulla ábyrgð á ákvörðuninni, viðurkenndi að um mistök hefði verið að ræða og baðst afsökunar. Ólafur hjá midi.is sendi sömuleiðis frá sér yfirlýsingu þar sem fullyrt var að sölukerfi midi.is væri „sett upp til að þola gríðarlegt álag og þótt allir miðarnir á leikinn hafi selst upp á tæpum 4 klukkutímum komu engir hnökrar upp í kerfinu“. Þórir fylgdist sjálfur með því þegar salan hófst um nóttina. Hann segir greinilegt að einhverjir hafi vaktað miðasöluna og verið í startholunum um það leyti sem miðasala hófst. Hann segir þó gríðarlegan kipp hafa komið í söluna þegar fólk fór að ranka við sér á heimilum sínum um morguninn. Stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins, Tólfan, fékk miða til sölu síðdegis á mánudag. Um takmarkað magn miða var að ræða og fengu færri miða en vildu. Hópurinn fékk þó ákveðna vísbendingu um að sofa ekki yfir sig frá framkvæmdastjóranum. „Þeir spurðu mig að því hvenær salan myndi hefjast. Það lá ekki fyrir. Ég sagði þeim að það yrði snemma í fyrramálið. Ég held að þær upplýsingar hafi einnig komið fram á Fésbókarsíðu KSÍ,“ segir Þórir.Mynd/VilhelmVísbendingar um miðabrask Mest var hægt að kaupa sex miða í einu á landsleik Íslands og Króatíu á midi.is snemma dags í gær. Þó var ekkert sem kom í veg fyrir að fólk gæti keypt sex miða og svo aftur sex miða. Þórir Hákonarson, framkvæmdastjóri KSÍ, segist hafa fengið ábendingar um að einhverjir hafi keypt óeðlilega marga miða og væru að reyna að hagnast á kaupunum með endursölu. „En í þeim tilvikum, þar sem fólk hefur keypt óeðlilega mikið af miðum og miðarnir jafnvel komnir á sölu, verða miðakaupin bakfærð,“ sagði Þórir.Mynd/VilhelmNákvæm dreifing miða liggur ekki fyrir Laugardalsvöllur tekur alls 9.700 manns í sæti. Miðunum var deilt á eftirfarandi hátt:1.000 miðar til stuðningsmanna Króatíu.1.500 miðar til samstarfsaðila KSÍ.1.500 miðar til boðsgesta, fyrrverandi landsliðsmanna, fjölmiðla, leikmanna, Tólfunnar, A-passa.5.000 miðar í almenna sölu.700 miðar í annað, ekki hefur fengist uppgefið frá KSÍ hverjir fá þá miða.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Åge Hareide látinn Fótbolti Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Handbolti Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Handbolti Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Fótbolti Snorri kynnti EM-strákana okkar Handbolti „Eitt ótrúlegasta augnablik sem þú sérð í hvaða íþrótt sem er“ Sport Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Handbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu Körfubolti Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Enski boltinn ÍR - Valur 82-85 | Baráttusigur í Breiðholti Körfubolti Fleiri fréttir Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Glódís gæti þurft að ryðja Man. Utd og Barcelona úr vegi að úrslitaleiknum Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Evrópusumma Blika komin í 800 milljónir og gæti nálgast milljarð í kvöld Liðsfélagi landsliðsmanns missti unga frændur sína í sprengingu Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ Bíður eftir kallinu frá Arnari: „Myndi segja að ég væri klár“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Úr Bestu deild yfir í að slá í gegn í Meistaradeild: „Ég elska pressuna“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Fótboltamaður skotinn til bana Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira