Erlent

Ótrúlegt en satt: Furðulegustu dýr veraldar

Samúel Karl Ólason skrifar
Blobfish var kosinn ljótasta dýr veraldar fyrr á þessu ári.
Blobfish var kosinn ljótasta dýr veraldar fyrr á þessu ári.
Furðulegustu dýr veraldar eru tekin saman á síðunni catinwater.com og eru þau mörg hver vægast sagt einstaklega furðuleg. Án efa munu margir draga í efa að sum þessi dýra séu til, því sum þeirra líta út fyrir að vera úr vísindaskáldskap. Hér eru nokkur slík dýr dregin fram í sviðsljósið.

Púðlumölflugan frá Venesúela var uppgvötðu árið 2009 og er magtalað um að hún líti út fyrir að vera dýr úr Pókemon.

Drýslahákarl eða Goblin Shark er lítt þekktur djúpsjávarhákarl sem stundum er kallaður „lifandi steingervingur".

Red-lipped batfish er kyssulegur fiskur sem annaðhvort syndir eða gengur á sjávarbotninum á uggunum.

Dýrið Okapi kemur úr regnskógum mið-Afríku og þykir mjög einkennilegt. Það kemur úr gíraffaættinni en er með mun styttri háls en gíraffar og með rendur eins og sebrahestar.

Blái páfagaukafiskurinn eða Blue parrotfish er 30-75 sm langur. Þessir fiskar eru með gogg sem þeir nota til að skrapa þörunga og smáar lífverur af grjóti og þeir eyða um 80% af tíma sínum í að leita að mat.

Dýrið Lowland Streaked Tenrec eins og það heitir á ensku finnst á eyjunni Madagaskar. Það étur mest orma og skordýr og ef dýrinu er ógnað setur það út broddana og rekur í trýni árásardýrsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×