Innlent

Jakub keyrður niður við Lönguhlíð

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Pólverjinn Jakub lenti í árekstri á hjóli sínu í dag. Hann slapp ómeiddur og hjólaði af vettvangi.
Pólverjinn Jakub lenti í árekstri á hjóli sínu í dag. Hann slapp ómeiddur og hjólaði af vettvangi. Mynd/Daníel
Keyrt var á hjólandi vegfaranda á gatnamótum Miklubrautar og Lönguhlíðar í morgun. Pólverjinn Jakub var að hjóla norður Lönguhlíð yfir gatnamótin við Miklubraut þegar leigubílstjóri beygði í veg fyrir hann. Leigubílstjórinn hafði ætlað sér að beygja austur á Miklubraut.

Ljósmyndari Fréttablaðsins var mættur á slysstað skömmu eftir áreksturinn. Jakub flutti nýverið til landsins og hóf nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík í haust.

Lögreglan tók skýrslu af báðum aðilum og aðstoðaði Jakub svo við að koma hjólinu sínu í lag. Stýrið var skakt eftir áreksturinn en Jakub gat þó haldið för sinni áfram á hjólinu. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins, náði myndum af slysstað.

Lögreglan hjálpaði Jakub við að koma hjólinu í lag.Mynd/Daníel
Af slysstað í morgun.Mynd/Daníel



Fleiri fréttir

Sjá meira


×