Fótbolti

Alfreð: Erum í góðri stöðu

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
„Markmiðið fyrir leikinn var að halda núllinu og því sem líður á seinni leikinn þá erum við alltaf í betri og betri stöðu,“ sagði Alfreð Finnbogason sem byrjaði í fremstu víglínu hjá Íslandi í kvöld í umspilsleiknum gegn Króatíu.

„Þetta var frábær frammistaða hjá liðinu. Þetta var gaman að sjá,“ sagði Alfreð sem var ekki ánægður með dómara leiksins frekar en aðrir Íslendingar í kvöld.

„Ég held að það sé best að við segjum sem minnst. Ég held að allir með góða sjón hafi séð hvað var í gangi. Þetta á ekki að sjást.

„Við vörðumst gríðarlega vel og þeir áttu eitt færi í seinni hálfleik. Varnarvinnan sem við settum í leikinn bitnaði á sóknarleiknum.

„Við sögðum fyrir leikinn að 0-0 yrðu góð úrslit. Við erum vel lifandi í þessu einvígi.“

„Við erum í góðri stöðu,“ sagði Alfreð en viðtalið má sjá í  heild sinni hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×