Erfiðara að fá lán eftir að ný neytendalög tóku gildi 13. nóvember 2013 18:30 Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira
Ný lög um neytendalán sem tóku gildi síðustu mánaðamót gera það að verkum að erfiðara verður fyrir fólk að fá lán hjá bönkum og fjármálastofnunum. Hagfræðingur hjá ASÍ segir viðbúið að fólk hrekist út á leigumarkað en þar ríkir nú þegar ófremdarástand vegna takmarkaðs framboðs. Lögin voru samþykkt á Alþingi í lok síðasta kjörtímabils en þau tóku gildi 1. nóvember síðastliðinn. Þau fela í sér aukna neytendavernd en herða allar reglur þegar kemur að lánveitingum til einstaklinga. Þannig er bönkum skylt að kanna ekki einungis greiðslugetu heldur einnig framkvæma lánshæfismat sem byggir á viðskiptasögu og upplýsingum úr gagnagrunni um fjárhagsmálefni. Henný Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir að þetta þýði að erfiðara verði fyrir fólk að fá lán. „Lögin eru hugsuð til að tryggja meiri ábyrgð í lánveitingum og það þarf ekki að vera slæmt. En þau munu gera það að verkum að fyrir ákveðinn hóp verður erfiðara að fá lán,“ segir Henný. Hún segir að fólk fái þá síður lán til fasteignakaupa og neyðist því til að fara út á leigumarkaðinn. Þar sé leiguverð hátt og framboð af skornum skammti. „Það sem við viljum benda á er að þetta undirstrikar þörfina á því að við byggjum hér upp fjölbreyttari valkosti í húsnæðismálum og að stuðningur hins opinbera sé jafn gagnvart leigjendum og eigendum,“ segir Henný. Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokks, tók málið upp á Alþingi í gær. „Þessi lög gera það að verkum, samkvæmt útreikningum Creditinfo, að þarna er hópur upp á 15 til 18 þúsund manns sem hefur fengið lán en mun kannski ekki eiga rétt á því áfram,“ segir Karl. Hann segir nauðsynlegt að bregðast við þessu. „Það þarf að styrkja leigumarkaðinn verulega og það er verið að vinna í því. Húsnæðismálin þarf líka að taka föstum tökum og þar er líka vinna í gangi. Ég ætla að vona að það verði tekið á þessum málum mjög fljótlega,“ segir Karl.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Sjá meira