Enski boltinn

Landsliðsþjálfara Dana segir Bendtner að fara frá Arsenal

Bendtner og Giroud svekktir.
Bendtner og Giroud svekktir.
Nicklas Bendtner er enn í herbúðum Arsenal þó svo hann hafi viljað komast þaðan. Landsliðsþjálfarinn hans, Morten Olsen, hefur nú sagt honum að koma sér þaðan.

Síðustu tvö tímabil hefur Bendntner verið í láni hjá Sunderland og Juventus en hann kom til Arsenal aðeins 16 ára gamall.

Hann virðist ekki eiga neina framtíð fyrir sér á Emirates og hefur aðeins komið við sögu í sjö leikjum með Arsenal í vetur. Þó svo liðið sé í raun aðeins með einn framherja - Olivier Giroud.

Bendtner skoraði tvö mörk fyrir Dani gegn Ítölum í undankeppni HM í síðasta mánuði og það eru hans einu mörk í vetur.

"Hann skoraði tvö frábær mörk en það vantaði mikið upp á hans leik. Hluti sem menn ná aðeins með því að spila fótbolta," sagði Olsen.

"Þess vegna verður hann að finna sér nýtt félag í janúar. Ég býst við því að hann muni fara fram á sölu sjálfur. Fótboltamenn verða að spila fótbolta. Hann á kannski tíu ár eftir í boltanum og hann verður að nýta þau vel."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×