Íslenski boltinn

Sportspjallið: Við erum ekki eins og Lehmann og Kahn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hannes Þór Halldórsson og Gunnleifur Gunnleifsson, markverðir íslenska landsliðsins í knattspyrnu, eru gestir Sportspjallsins þessa vikuna.

Hannes og Gunnleifur fara um víðan völl og ræða bæði stöðu landsliðsins og markvarða á Íslandi.

Þá rifja þeir upp magnaða undankeppni HM 2014 hjá íslenska landsliðinu, hvernig undirbúningi þeirra er háttað fyrir leiki og þeir gefa álit sitt á sameiganlegri ráðningu Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar í stöðu landsliðsþjálfara.

Gunnleifur rifjar upp eina fyrstu landsliðsæfingu Lars Lagerbäck fyrir tveimur árum en þá gaf hann út markmiðið um að koma liðinu á HM í Brasilíu.

„Við vorum með fund í Kórnum og þá sögðu þeir þetta. Það voru leikmenn sem voru þarna og voru ekki að kaupa það,“ segir Gunnleifur. „En trúin jókst og þetta small svo sérstaklega vel saman síðustu 4-5 leikina í riðlinum. Þá var sjálfstraustið orðið verulega mikið.“

Enn fremur segja Gunnleifur og Hannes að samstarf þeirra hafi verið frábært í gegnum tíðina.

„Ég hef verið duglegur að þakka Gulla fyrir stuðninginn og samstarfið. Við erum báðir aðalmarkverðir okkar félagsliða og það tekur á að þurfa að sitja á bekknum í landsliðinu,“ sagði Hannes Þór.

„En þetta er ekki eins og hjá Jens Lehmann og Oliver Kahn. Við erum góðir vinir og það hefur hjálpað mér mikið - og skilað sér í minni frammistöðu.“


Tengdar fréttir

Sportspjallið: Guðni og Rúnar ræða Króatíuleikinn

Þeir eiga að baki 183 A-landsleiki samanlagt og vita um hvað þeir eru að tala. Guðni Bergsson og Rúnar Kristinsson ræða landsleik Íslands og Króatíu við Kolbein Tuma Daðason í Sportspjallinu þessa vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×