Erlent

Hunsa einhliða lofthelgisútfærslu Kínverja

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Kínverskar orrustuþotur.
Kínverskar orrustuþotur. Nordicphotos/AFP
Japanskar herþotur rufu í morgun hina nýju lofthelgi Kínverja, daginn eftir að bandarískar herþotur gerðu slíkt hið sama.

Suður-Kórea viðurkennir heldur ekki lofthelgina, sem Kínverjar stækkuðu einhliða nýverið.

Japanir urðu ekki frekar en Bandaríkjamenn varir við nein viðbrögð frá kínverska hernum, en kínverskt flugmóðurskip er á leiðinni á vettvang.

Kínverjar hafa átt í langvinnum deilum við nágrannaríki sín um yfirráð yfir nokkrum eyjum í Austur-Kínahafi, og þar með um hafsvæðið í kringum eyjarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×