Enski boltinn

Bendtner handtekinn eftir berserksgang í eigin byggingu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner. Mynd/NordicPhotos/Getty
Nicklas Bendtner, danski framherjinn hjá Arsenal, er enn á ný í vandræðum utan vallar eftir að hann var handtekinn fyrir skemmdarverk í lúxus íbúðablokkinni þar sem hann býr.

Hinn 25 ára gamli Bendtner sat allan tímann á bekknum þegar Arsenal vann Southampton á laugardaginn en hann hefur lítið fengið að spila hjá Arsenal undanfarin ár. Félaginu hefur samt ekki enn tekist að selja leikmanninn en Bendtner hefur farið nokkrum sinnum í burtu á láni.

Bendtner var sleppt með viðvörun að þessu sinni en eftirlitsmyndavélar sýna hóp manna reyna að sparka upp læstri hurð inn í sundlaug og líkamsræktarstöð sem tilheyrir íbúðablokkinni. Gluggi var brotinn og hurðin skemmdist.

Bendtner býr í Bushey sem er skammt frá London. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hann er í vandræðum utan vallar.

Bendtner var tekinn fyrir ölvunarakstur í mars en það gerðist í Danmörku. Hann var aftur á móti tekinn fyrir of hraðan akstur í febrúar á síðasta ári og missti þá ökuprófið í þrjá mánuði. Bendtner var handtekin fyrir að skemma nokkra bíla í sama mánuði og fyrir tveimur árum ógnaði hann hótelgesti í Elsinore.

Mynd/NordicPhotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×