Norska ríkið fær stærri Drekaleyfi en Jan Mayen-samningurinn bauð Kristján Már Unnarsson skrifar 25. nóvember 2013 18:45 Forstjóri norska ríkisolíufélagsins Petoro, Kjell Pedersen, tekur við sérleyfi á Drekasvæðinu úr hendi Guðna Jóhannessonar orkumálastjóra í janúar sl. Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. Meira en helmingur af nýjasta sérleyfinu er þannig utan við sérstakt samvinnusvæði, sem tryggði Norðmönnum fjórðungsrétt til þátttöku. Aðild norska ríkisins að olíuleit í íslenskri lögsögu var innsigluð með heimsókn norska olíumálaráðherrans til Íslands í byrjun ársins og byggði á meira en þrjátíu ára gömlu samkomulagi ríkjanna um gagnkvæman 25 prósenta rétt á tilteknu samvinnusvæði við lögsögumörkin. Noregur fól ríkisolíufélaginu Petoro að annast sinn hlut í fyrstu tveimur leyfunum og á föstudag var Petoro einnig tilnefnt í þriðja leyfið, með kínverska félaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy. Það vekur hins vegar athygli að nýjasta leyfissvæðið er að meirihluta utan samvinnusvæðis Íslands og Noregs.Tvö sérleyfanna, sem Petoro er aðili að, eru að hluta utan við samvinnusvæðið, sem veitir norska ríkinu 25% rétt.„Norðmenn hafa valið að taka þátt á öllu svæðinu. Það er í raun og veru fyrir utan þeirra rétt. Það er raun og veru bara þeirra samningar við hina aðilana í verkefninu,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Annað af fyrri sérleyfunum, sem Faroe Petroleum leiðir, nær einnig að hluta út fyrir samvinnusvæðið og verður norska ríkið þannig einnig fjórðungsaðili í sérleyfum á viðamiklu hafsvæði í lögsögu Íslands sem er utan við hinn samningsbundna þátttökurétt.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri: Hagstætt fyrir Íslendinga að fá Norðmenn þarna með líka.Spurður hvort þetta sé hagstætt fyrir Íslendinga að hleypa Norðmönnum svona mikið inn í olíuleitina svarar orkumálastjóri: „Já, það er hagstætt fyrir okkur Íslendinga að hafa Norðmenn með þarna.” Hann segir góða samvinnu við Norðmenn grundvallaratriði í ljósi gríðarlegrar reynslu þeirra á slíkum hafsvæðum. „Þá er auðvitað gott að hafa norsk fyrirtæki inni í verkefnunum líka vegna þess að þá fáum við þekkinguna og reynsluna inn þeim megin frá líka.” Þegar spurt er um fyrsta borpallinn spáir Guðni eftir fjögur til sjö ár. „Það er ekki líklegt að það verði byrjað að bora fyrr en 2017. Það er einhversstaðar á bilinu 2017 til 2020 sem gæti verið farið að bora.” Tengdar fréttir Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Þátttaka norskra stjórnvalda í olíuleit á Drekasvæðinu stefnir í að verða mun umfangsmeiri en búast mátti við samkvæmt Jan Mayen-samningnum. Meira en helmingur af nýjasta sérleyfinu er þannig utan við sérstakt samvinnusvæði, sem tryggði Norðmönnum fjórðungsrétt til þátttöku. Aðild norska ríkisins að olíuleit í íslenskri lögsögu var innsigluð með heimsókn norska olíumálaráðherrans til Íslands í byrjun ársins og byggði á meira en þrjátíu ára gömlu samkomulagi ríkjanna um gagnkvæman 25 prósenta rétt á tilteknu samvinnusvæði við lögsögumörkin. Noregur fól ríkisolíufélaginu Petoro að annast sinn hlut í fyrstu tveimur leyfunum og á föstudag var Petoro einnig tilnefnt í þriðja leyfið, með kínverska félaginu CNOOC og íslenska félaginu Eykon Energy. Það vekur hins vegar athygli að nýjasta leyfissvæðið er að meirihluta utan samvinnusvæðis Íslands og Noregs.Tvö sérleyfanna, sem Petoro er aðili að, eru að hluta utan við samvinnusvæðið, sem veitir norska ríkinu 25% rétt.„Norðmenn hafa valið að taka þátt á öllu svæðinu. Það er í raun og veru fyrir utan þeirra rétt. Það er raun og veru bara þeirra samningar við hina aðilana í verkefninu,” segir Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Annað af fyrri sérleyfunum, sem Faroe Petroleum leiðir, nær einnig að hluta út fyrir samvinnusvæðið og verður norska ríkið þannig einnig fjórðungsaðili í sérleyfum á viðamiklu hafsvæði í lögsögu Íslands sem er utan við hinn samningsbundna þátttökurétt.Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri: Hagstætt fyrir Íslendinga að fá Norðmenn þarna með líka.Spurður hvort þetta sé hagstætt fyrir Íslendinga að hleypa Norðmönnum svona mikið inn í olíuleitina svarar orkumálastjóri: „Já, það er hagstætt fyrir okkur Íslendinga að hafa Norðmenn með þarna.” Hann segir góða samvinnu við Norðmenn grundvallaratriði í ljósi gríðarlegrar reynslu þeirra á slíkum hafsvæðum. „Þá er auðvitað gott að hafa norsk fyrirtæki inni í verkefnunum líka vegna þess að þá fáum við þekkinguna og reynsluna inn þeim megin frá líka.” Þegar spurt er um fyrsta borpallinn spáir Guðni eftir fjögur til sjö ár. „Það er ekki líklegt að það verði byrjað að bora fyrr en 2017. Það er einhversstaðar á bilinu 2017 til 2020 sem gæti verið farið að bora.”
Tengdar fréttir Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20 Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19 Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45 Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Olíuleit með Íslendingum lögð fyrir Noregskonung Ákvörðun um hvort norsk stjórnvöld auki þátttöku sína í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu verður borin undir Harald Noregskonung á ríkisráðsfundi í konungshöllinni í Osló í dag. 22. nóvember 2013 12:20
Er það von um "elefant" sem lokkar á Drekann? Olíumálaráðherra Noregs, Ola Borten Moe, er í viðtali við Aftenbladet í Stavanger spurður um hvort hann telji að "elefant“ sé á Drekasvæðinu. Hugtakið "elefant“, eða fíll, er það sem norski olíugeirinn notar um risalindir, eftir stærsta landdýri jarðar, en það eru olíusvæði eins og Ekofisk, Statfjord, Troll, Gullfaks og Mjallhvít. Hugtakið "flóðhestur“ er svo notað um lindir af næstu stærð þar fyrir neðan. 5. janúar 2013 11:19
Þrjár sterkar samstæður í olíuleit á Drekasvæðinu Norska ríkisstjórnin ákvað í dag að nýta rétt sinn til aðildar að þriðja sérleyfinu á Drekasvæðinu og auka þannig þátttöku sína í olíuleit á íslenska landgrunninu. 22. nóvember 2013 18:45