Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - ÍR 32-30 | Loksins sigur hjá Akureyringum Birgir H. Stefánsson á Akureyri skrifar 21. nóvember 2013 18:30 Bjarni Fritzson. Mynd/Vilhelm Akureyringar enduðu fjögurra leikja taphrinu með tveggja marka sigri á ÍR í Höllinni á Akureyri í kvöld, 32-30, en liðin mættust þá í níundu umferð Olís-deild karla í handbolta. Kristján Orri Jóhannsson innsigaði sigur Akureyringa í lokin en þeir gáfust ekki upp og tryggðu sér sigur með því að vinna síðustu ellefu mínútur leiksins. 8-3. Valþór Guðrúnarson var markahæstur norðanmanna með sex mörk. ÍR-ingar voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar ellefu mínútu voru til leiksloka en norðanmenn gáfust ekki upp og voru komnir yfir í 31-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Akrueyri komst í 2-0 og var með frumkvæðið fram í miðjan fyrri hálfleik svo tók ÍR frumkvæðið og hélt því þar til á lokakaflanum. ÍR var 17-16 yfir í hálfleik. Guðni Már Kristinsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum en hann skaut í slá og yfir úr lokaskoti ÍR-liðsins í leiknum. Þetta var fjórða tap ÍR í röð á útivelli. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti ÍR en fyrir leikinn var Akureyri í næstneðsta sætinu með fjögur stig eftir fjóra tapleiki í röð á meðan ÍR var í sætinu fyrir ofan með átta stig. Töluverðar breytingar voru á leikmannahópi heimamanna en þeir tóku þá ákvörðun fyrir þessa umferð að losa sig við Vladimir Zejak en hann hafði ekki staðið undir væntingum og samkvæmt leikmanninum sjálfum þá var hann einfaldlega of dýr. Hreinn Þór Hauksson og Friðrik Svavarsson snéru aftur í lið Akureyrar fyrir leikinn og bætir það kjöti í varnarleik liðsins. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og eftir um þrettán mínútna leik var staðan 8-6 en þá settu gestirnir heldur betur í gír á meðan leikmenn Akureyrar gáfu frá sér boltann hvað eftir annað. Á fjórum mínútum höfðu gestirnir úr Breiðholti skorað fimm mörk í röð og staðan orðin 8-11. Leikurinn var hraður og nokkuð um mistök en þegar flautað var til hálfleiks voru gestirnir einu marki yfir, 16-17. Gestirnir héldu áfram að leiða leikinn í seinni hálfleik en náðu aldrei að hrista heimamenn almennilega af sér. Þegar um korter var eftir af leiknum vor ÍR þremur mörkum yfir, 23-25, en þá hófst fjörið fyrir alvöru. Smá saman náðu heimamenn að vinna sig inn í leikinn og jöfnunarmarkið kom þegar átta mínútur voru eftir og staðan 28-28. Mikið var um dramatík, læti, mistök og hraða á lokakaflanum en það voru Halldór Logi Árnason og Kristján Orri Jóhannsson sem skoruðu síðustu tvö mörkin fyrir Akureyri og lönduðu sigrinum. Það var einfaldlega eins og viljinn hafi verið aðeins meiri hjá heimamönnum og það var það sem gerði gæfumunninn og varð til þess að stigin tvo urðu eftir á Akureyri.Mynd/DaníelHeimir Örn: Núna er hann alskeggjaður og flottur eins og skógarhöggsmaður „Þetta var smá eins og í síðasta leik á móti Fram en við erum að skána mikið. Við erum að þjösnast áfram og halda í við liðin, núna gekk lokakaflinn fullkomlega upp sem gekk ekki síðast. Þetta var erfitt, Guðni og Arnar Birkir voru heitir og erfiðir enda búið að drulla nokkuð yfir þá hjá ÍR-handbolti og þeir svöruðu því vel,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á ÍR í kvöld. Hreinn Þór Hauksson kemur aftur og dettur beint inn í liðið, hann virkaði mikilvægur hér í dag. „Já, hann var æðislegur. Við vorum einmitt að tala um það hér áðan hvað þetta var ofboðslega gaman núna síðustu tíu, erum búnir að spila saman í einhver átta eða níu ár en núna er hann alskeggjaður og flottur eins og skógarhöggsmaður. En hann virðist vera einn af þeim sem spilar best þegar hann er að æfa lítið, sem er nokkuð einkennilegt.“ Þetta voru afar mikilvæg stig og þið aftur komnir rétt við þennan pakka sem er á toppnum. „Já, ef við tökum tvö til fjögur stig í síðustu tveimur leikjum þá erum við ekkert of langt frá þessu, fáum Begga inn og ætli ég haldi ekki áfram ef ég verð ágætur í skrokknum. Það er að koma andi í liðið, síðustu tveir leikir hafa verið æðislega skemmtilegir,“ sagði Heimir.Þrándur: Varð að halda áfram þótt að ég væri utan vallar „Við skuldum okkur sjálfum og stuðningsmönnum, sérstaklega stuðningsmönnum. Við erum að taka loksins tvö stig hér heima síðan í fyrsta leik á móti Fram. Við töpuðum síðasta leik og verðskulduðum meira þar þannig að það kom ekki annað til greina en að leggja allt í sölurnar og það hafðist. Ég átti ágætis fyrri hálfleik," sagði Þrándur Gíslason, leikmaður Akureyrar. Seinni hálfleikurinn var nokkuð stuttur hjá þér, færð rautt eftir aðeins tuttugu sekúndur og endar svo upp í stúku með trommu á lofti. „Já, þar sem maður var að drulla á sig svona þá var ekki annað í stöðunni. Það er lítið sem maður getur gert en einhvern veginn verður maður að halda áfram þótt að maður sé utan vallar," sagði Þrándur. Það virðist vera stígandi í þínum leik. „Já, þetta er aðeins að koma. Ég er búinn að vera þungur á mér, fór full geyst í lyftingarnar í sumar og hef verið að vinna í því að létta mig. Að sama skapi höfum við verið að breyta leikskipulagi og það hentar mér betur. Þetta er allt að koma, margir nýir og ungir en við finnum að þetta er að hafast.“Mynd/VilhelmBjarki Sig: Töpum þessu bara á eigin aumingjaskap „Það var varnarleikur og markvarsla,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, strax eftir leik aðspurður um það hvað það var sem skildi liðin að í leiknum. „Svo að markmenn fúnkeri þá þarf vörnin fyrir framan að vera góð. Hún kom inn á milli í lagi en þess á milli alveg út á túni. Við skorum fullt af mörkum og það er ekki vandamálið en varnarleikurinn okkar er mikið áhyggjuefni. Við erum að spila hálfgerða fimm-einn vörn sem á að fúnkera ef menn spila á fullu gasi og fyrir hvorn annan," sagði Bjarki. „Við erum að láta teyma okkur í rugl, út úr svæðum og í vandræði sem olli því að við vorum meira eða minna útaf síðustu tíu mínúturnar. Sumt var réttilega dæmt og annað ekki, í heildina var þetta bara allt í lagi hjá dómaraparinu. Við töpum þessu bara á eigin aumingjaskap," sagði Bjarki. „Þetta er í þriðja eða fjórða sinn sem okkur er stútað í seinni hálfleiknum og það er áhyggjuefni. Það vantar einstakling sem vill taka af skarið og vera leiðtogi í liðinu, við erum með fullt af aðilum til þess en þeir þurfa að stíga fram og svo vinna eftir því. Nú þurfum við bara að setjast niður og greina okkar leik niður í frumeindir," sagði Bjarki. Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira
Akureyringar enduðu fjögurra leikja taphrinu með tveggja marka sigri á ÍR í Höllinni á Akureyri í kvöld, 32-30, en liðin mættust þá í níundu umferð Olís-deild karla í handbolta. Kristján Orri Jóhannsson innsigaði sigur Akureyringa í lokin en þeir gáfust ekki upp og tryggðu sér sigur með því að vinna síðustu ellefu mínútur leiksins. 8-3. Valþór Guðrúnarson var markahæstur norðanmanna með sex mörk. ÍR-ingar voru þremur mörkum yfir, 27-24, þegar ellefu mínútu voru til leiksloka en norðanmenn gáfust ekki upp og voru komnir yfir í 31-30 þegar fjórar mínútur voru eftir. Akrueyri komst í 2-0 og var með frumkvæðið fram í miðjan fyrri hálfleik svo tók ÍR frumkvæðið og hélt því þar til á lokakaflanum. ÍR var 17-16 yfir í hálfleik. Guðni Már Kristinsson fór á kostum í liði ÍR og skoraði 8 mörk úr aðeins 10 skotum en hann skaut í slá og yfir úr lokaskoti ÍR-liðsins í leiknum. Þetta var fjórða tap ÍR í röð á útivelli. Það var mikið í húfi fyrir bæði lið á Akureyri í kvöld þegar heimamenn tóku á móti ÍR en fyrir leikinn var Akureyri í næstneðsta sætinu með fjögur stig eftir fjóra tapleiki í röð á meðan ÍR var í sætinu fyrir ofan með átta stig. Töluverðar breytingar voru á leikmannahópi heimamanna en þeir tóku þá ákvörðun fyrir þessa umferð að losa sig við Vladimir Zejak en hann hafði ekki staðið undir væntingum og samkvæmt leikmanninum sjálfum þá var hann einfaldlega of dýr. Hreinn Þór Hauksson og Friðrik Svavarsson snéru aftur í lið Akureyrar fyrir leikinn og bætir það kjöti í varnarleik liðsins. Það voru heimamenn sem byrjuðu leikinn betur og eftir um þrettán mínútna leik var staðan 8-6 en þá settu gestirnir heldur betur í gír á meðan leikmenn Akureyrar gáfu frá sér boltann hvað eftir annað. Á fjórum mínútum höfðu gestirnir úr Breiðholti skorað fimm mörk í röð og staðan orðin 8-11. Leikurinn var hraður og nokkuð um mistök en þegar flautað var til hálfleiks voru gestirnir einu marki yfir, 16-17. Gestirnir héldu áfram að leiða leikinn í seinni hálfleik en náðu aldrei að hrista heimamenn almennilega af sér. Þegar um korter var eftir af leiknum vor ÍR þremur mörkum yfir, 23-25, en þá hófst fjörið fyrir alvöru. Smá saman náðu heimamenn að vinna sig inn í leikinn og jöfnunarmarkið kom þegar átta mínútur voru eftir og staðan 28-28. Mikið var um dramatík, læti, mistök og hraða á lokakaflanum en það voru Halldór Logi Árnason og Kristján Orri Jóhannsson sem skoruðu síðustu tvö mörkin fyrir Akureyri og lönduðu sigrinum. Það var einfaldlega eins og viljinn hafi verið aðeins meiri hjá heimamönnum og það var það sem gerði gæfumunninn og varð til þess að stigin tvo urðu eftir á Akureyri.Mynd/DaníelHeimir Örn: Núna er hann alskeggjaður og flottur eins og skógarhöggsmaður „Þetta var smá eins og í síðasta leik á móti Fram en við erum að skána mikið. Við erum að þjösnast áfram og halda í við liðin, núna gekk lokakaflinn fullkomlega upp sem gekk ekki síðast. Þetta var erfitt, Guðni og Arnar Birkir voru heitir og erfiðir enda búið að drulla nokkuð yfir þá hjá ÍR-handbolti og þeir svöruðu því vel,“ sagði Heimir Örn Árnason, þjálfari Akureyrar eftir sigurinn á ÍR í kvöld. Hreinn Þór Hauksson kemur aftur og dettur beint inn í liðið, hann virkaði mikilvægur hér í dag. „Já, hann var æðislegur. Við vorum einmitt að tala um það hér áðan hvað þetta var ofboðslega gaman núna síðustu tíu, erum búnir að spila saman í einhver átta eða níu ár en núna er hann alskeggjaður og flottur eins og skógarhöggsmaður. En hann virðist vera einn af þeim sem spilar best þegar hann er að æfa lítið, sem er nokkuð einkennilegt.“ Þetta voru afar mikilvæg stig og þið aftur komnir rétt við þennan pakka sem er á toppnum. „Já, ef við tökum tvö til fjögur stig í síðustu tveimur leikjum þá erum við ekkert of langt frá þessu, fáum Begga inn og ætli ég haldi ekki áfram ef ég verð ágætur í skrokknum. Það er að koma andi í liðið, síðustu tveir leikir hafa verið æðislega skemmtilegir,“ sagði Heimir.Þrándur: Varð að halda áfram þótt að ég væri utan vallar „Við skuldum okkur sjálfum og stuðningsmönnum, sérstaklega stuðningsmönnum. Við erum að taka loksins tvö stig hér heima síðan í fyrsta leik á móti Fram. Við töpuðum síðasta leik og verðskulduðum meira þar þannig að það kom ekki annað til greina en að leggja allt í sölurnar og það hafðist. Ég átti ágætis fyrri hálfleik," sagði Þrándur Gíslason, leikmaður Akureyrar. Seinni hálfleikurinn var nokkuð stuttur hjá þér, færð rautt eftir aðeins tuttugu sekúndur og endar svo upp í stúku með trommu á lofti. „Já, þar sem maður var að drulla á sig svona þá var ekki annað í stöðunni. Það er lítið sem maður getur gert en einhvern veginn verður maður að halda áfram þótt að maður sé utan vallar," sagði Þrándur. Það virðist vera stígandi í þínum leik. „Já, þetta er aðeins að koma. Ég er búinn að vera þungur á mér, fór full geyst í lyftingarnar í sumar og hef verið að vinna í því að létta mig. Að sama skapi höfum við verið að breyta leikskipulagi og það hentar mér betur. Þetta er allt að koma, margir nýir og ungir en við finnum að þetta er að hafast.“Mynd/VilhelmBjarki Sig: Töpum þessu bara á eigin aumingjaskap „Það var varnarleikur og markvarsla,“ sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, strax eftir leik aðspurður um það hvað það var sem skildi liðin að í leiknum. „Svo að markmenn fúnkeri þá þarf vörnin fyrir framan að vera góð. Hún kom inn á milli í lagi en þess á milli alveg út á túni. Við skorum fullt af mörkum og það er ekki vandamálið en varnarleikurinn okkar er mikið áhyggjuefni. Við erum að spila hálfgerða fimm-einn vörn sem á að fúnkera ef menn spila á fullu gasi og fyrir hvorn annan," sagði Bjarki. „Við erum að láta teyma okkur í rugl, út úr svæðum og í vandræði sem olli því að við vorum meira eða minna útaf síðustu tíu mínúturnar. Sumt var réttilega dæmt og annað ekki, í heildina var þetta bara allt í lagi hjá dómaraparinu. Við töpum þessu bara á eigin aumingjaskap," sagði Bjarki. „Þetta er í þriðja eða fjórða sinn sem okkur er stútað í seinni hálfleiknum og það er áhyggjuefni. Það vantar einstakling sem vill taka af skarið og vera leiðtogi í liðinu, við erum með fullt af aðilum til þess en þeir þurfa að stíga fram og svo vinna eftir því. Nú þurfum við bara að setjast niður og greina okkar leik niður í frumeindir," sagði Bjarki.
Olís-deild karla Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Í beinni: Liverpool-Accrington Stanley | Sextán ára strákur byrjar hjá Liverpool Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Fleiri fréttir Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Sjá meira