Gagnrýnir forsendur dómsins gegn lögreglumanninum Jón Júlíus Karlsson skrifar 6. desember 2013 20:11 Lögreglumaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi eftir að hafa farið offari í handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Lögreglumaðurinn hyggst áfrýja dómnum. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir brotið. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést þegar konan kom upp að hlið bílsins og hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór í kjölfarið út úr bílnum, greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Hún var handjárnuð og færð í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn bar því við í dómi að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á. Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október fyrir brot gegn valdstjórninni. Lögreglumanninum var vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur yfir. Verjandi mannsins telur þó að ferli hans hjá lögreglunni sé ekki lokið. „Það er fjöldinn allur af dæmum, bæði nýjum og gömlum, þar sem að lögreglumenn hafa fengið áþekka dóma og þeir eru starfandi í dag,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður. Hann er ósáttur við dóminn og segir dómara gefa sér undarlegar forsendur. „Dómarinn virðist leggja aðaláherslu á það að konan hafi verið svo ölvuð að það hafi ekki mátt handtaka hana með þessum hætti.“Eðlilegt að dómstólar dæmi í vafamálum „Það er eðlilegt að dómstólar leggi mat á það hvort að lögreglumenn fari út fyrir valdsvið sitt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. „Lögreglumenn hafa ákveðna heimild til valdbeitingar og það er viðurkennt að þeir hafi svigrúm þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það er líka eðlilegt að það séu dómstólar sem leggi mat á háttsemina eða hegðun lögreglumanna.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, vildi ekki tjá sig við í dag þegar eftir því var leitað og ætlar að gefa sér tíma til að fara yfir dóminn. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá ríkir mikil óánægja meðal lögreglumanna vegna dómsins í dag. Tengdar fréttir Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Lögreglumaður var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir líkamsárás í opinberu starfi eftir að hafa farið offari í handtöku á konu á Laugavegi í sumar. Lögreglumaðurinn hyggst áfrýja dómnum. Lögreglumaðurinn var dæmdur til að greiða 300 þúsund krónur í sekt fyrir brotið. Á myndbandi sem náðist af atvikinu sést þegar konan kom upp að hlið bílsins og hrækti hún á lögreglumanninn sem ók lögreglubifreiðinni. Hann fór í kjölfarið út úr bílnum, greip í konuna sem skall á bekk og þaðan í jörðina. Hún var handjárnuð og færð í lögreglubílinn. Lögreglumaðurinn bar því við í dómi að aðferðin sem hann beitti hafi verið sú vægasta sem völ var á. Konan var dæmd í 30 daga skilorðsbundið fangelsi í október fyrir brot gegn valdstjórninni. Lögreglumanninum var vikið frá störfum meðan á rannsókn málsins stendur yfir. Verjandi mannsins telur þó að ferli hans hjá lögreglunni sé ekki lokið. „Það er fjöldinn allur af dæmum, bæði nýjum og gömlum, þar sem að lögreglumenn hafa fengið áþekka dóma og þeir eru starfandi í dag,“ segir Grímur Hergeirsson, lögmaður. Hann er ósáttur við dóminn og segir dómara gefa sér undarlegar forsendur. „Dómarinn virðist leggja aðaláherslu á það að konan hafi verið svo ölvuð að það hafi ekki mátt handtaka hana með þessum hætti.“Eðlilegt að dómstólar dæmi í vafamálum „Það er eðlilegt að dómstólar leggi mat á það hvort að lögreglumenn fari út fyrir valdsvið sitt,“ segir Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari. „Lögreglumenn hafa ákveðna heimild til valdbeitingar og það er viðurkennt að þeir hafi svigrúm þegar þeir eru að vinna sína vinnu. Það er líka eðlilegt að það séu dómstólar sem leggi mat á háttsemina eða hegðun lögreglumanna.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, vildi ekki tjá sig við í dag þegar eftir því var leitað og ætlar að gefa sér tíma til að fara yfir dóminn. Samkvæmt heimildum fréttastofu þá ríkir mikil óánægja meðal lögreglumanna vegna dómsins í dag.
Tengdar fréttir Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Sjá meira
Dæmdur fyrir harkalegu handtökuna Lögreglumaður var rétt í þessu dæmdur fyrir líkamsárás í opinberu starfi og fyrir að fara offari við handtöku á Laugavegi í sumar. 6. desember 2013 12:41