Handbolti

Róbert er brotinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Heimasíða ÍBV
Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV í Olísdeildinni, hefur loks fengið að vita hvað hefur verið að hrjá hann undanfarnar vikur.

Róbert hefur misst af síðustu tveimur deildarleikjum ÍBV vegna meiðslanna en þau eiga sér þó lengri sögu.

„Það kom ekkert óeðlilegt í ljós þegar ég fór í myndatöku á sínum tíma en ég fann að það hlaut að vera eitthvað að, enda hef ég ekki batnað neitt á síðustu fjórum vikum,“ sagði Róbert Aron í samtali við Vísi í dag.

Hann fór því aftur í myndatöku en þá kom í ljós að það væri álagssprunga í beini í ristinni. „Þetta er á nokkuð slæmum stað en ég er að vonast til að ég verði aftur tilbúinn áður en deildin hefst á ný í febrúar.“

„Ég má ekkert æfa handbolta aftur fyrr en um miðjan janúar. Það eru því bara lyftingar og sund fram undan hjá mér,“ bætir Róbert við.

ÍBV mætir FH í Kaplakrika á Laugardaginn en það er síðasti leikur deildarinnar fyrir vetrarfrí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×