Sérsveitin hefur sinnt mörgum útköllum síðustu 30 ár Haukur Viðar Alfreðsson og Stefán Árni Pálsson skrifar 2. desember 2013 17:55 Víkingasveitin ræðst til atlögu, vopnuð hríðskotabyssum í Mávahlíðinni árið 1992. ljósmyndasafn reykjavíkur/Brynjar Gauti Sérsveit ríkislögreglustjóra, sem stundum er kölluð Víkingasveitin, hefur að minnsta kosti sextán sinnum verið kölluð út til þess að eiga við byssumenn á þeim rúmu þrjátíu árum sem hún hefur starfað. Hún hefur þó sjálf aldrei beitt skotvopnum á vettvangi fyrr en í morgun, þegar byssumaður við Hraunbæ í Reykjavík var skotinn af lögreglu eftir nokkuð umsátur. Maðurinn lést á slysadeild af völdum skotsára.Sérsveitin fyrst kölluð út árið 1984 Fyrsta verkefni deildarinnar var að yfirbuga óðan byssumann sem hóf skothríð á mótum Vesturgötu og Framnesvegar í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 4. maí 1984. Skotmaðurinn hélt áleiðis niður í svokallaðan Daníelsslipp á Grandanum og skaut hann að lögreglu og ljósmyndara DV. Að lokum tókst að ná til mannsins og var hann færður í fangageymslur. Árið 1990 var sérsveitin kölluð út að minnsta kosti tvisvar. Í fyrra skiptið þann 30. apríl á Ólafsfirði þegar ölvaður maður skaut tveimur skotum úr haglabyssu á lögreglumann. Að því loknu braust maðurinn inn í gagnfræðaskólann og hafðist þar við í um það bil þrjár klukkustundir áður en hann gaf sig fram við lögreglu, sem hafði þá umkringt skólann. Aðfaranótt 13. júní sama ár var sveitin kölluð að íbúðarblokk við Æsufell í Reykjavík þar sem drukkinn maður, vopnaður naglabyssu, hótaði að fyrirfara sér og sprengja blokkina í loft upp. Líkt og á Ólafsfirði gafst maðurinn upp eftir þriggja tíma umsátur. Enn varð þriggja tíma umsátur að kvöldi 12. maí 1992 við íbúðarhús í Mávahlíð í Reykjavík. 21 árs gamall byssumaður hafði skotið 25 ára karlmann í andlitið með kindabyssu, og hóf hann skothríð á sjúkralið og lækna þegar þeir hlúðu að hinum særða fyrir utan húsið. Að tæplega þremur tímum loknum gafst maðurinn upp.Sérsveitarmaður á æfingu árið 1990.Yfirbuguðu tvo byssumenn árið 1992 Aðfaranótt 30. nóvember 1992 voru tveir byssumenn yfirbugaðir í og við hús við Rauðarárstíg í Reykjavík eftir tveggja klukkustunda umsátur. Um var að ræða góðkunningja lögreglunnar sem höfðu ógnað fólki á þremur stöðum í borginni fyrr um kvöldið. Lögregla rakti slóð þeirra að fyrrnefndu húsi og umkringdu það án þess að mennirnir yrðu þess varir. Þegar annar þeirra kom óvopnaður út, skömmu eftir miðnætti, stukku sérsveitarmenn á hann og handtóku. Að því loknu var ráðist til inngöngu í húsið og hinn maðurinn handtekinn. Að kvöldi 3. september 2001 handtók lögregla tæplega fimmtugan heimilisföður á Tómasarhaga í Reykjavík eftir þriggja klukkustunda umsátur um heimili hans. Hann hafði haft í hótunum við fjölskyldu sína og vitað var af skotvopnum á heimili se maðurinn þótti líklegur til að beita. Sérsveitin var ekki kölluð til heldur þjálfaðir samningamenn sem einnig starfa innan sérsveitarinnar. Maðurinn gafst upp eftir langvarandi símtöl við lögreglu. Áður hafði hann lagt skotvopn sín á tröppur hússins. Sérsveitin yfirbugaði mann eftir þriggja klukkustunda umsátur við íbúðarhús á Álftanesi að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002. Maðurinn, sem var dauðadrukkinn, var sagður hafa hleypt af tveimur skotum í húsinu og ógnað fólki. Lokað var fyrir alla umferð út á Álftanes um stund en eftir að maðurinn var handtekinn fundust fjögur skotvopn í húsinu, en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Maðurinn var aldrei ákærður fyrir atvikið þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Aðfaranótt 25. júlí 2009 var sérsveitin aftur kölluð út vegna mannsins, og var það þá í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Maðurinn var vopnaður skotvopni og lagði allt í rúst í sumarbústað á svæðinu. Undir morgunn tókst að yfirbuga manninn en hann var sagður ofurölvi. Að morgni 31. júlí 2004 var sérsveitin send að húsi við Hellisbraut á Reykhólum þar sem tilkynnt hafði verið um að skotið hefði verið á tvö hús við götuna. Ráðist var til inngöngu í húsið og var byssumaðurinn þá farinn. Hald var lagt á skotvopn og skotfæri. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að maðurinn hafði skotið að minnsta kosti tíu skotum á tvö hús.Lokaði sinn inn á salerni vopnaður haglabyssu13. mars 2008 var sérsveitin kölluð að húsi í Reykjanesbæ eftir að karlmaður lokaði sig inni á salerni vopnaður haglabyssu. Maðurinn sagðist ætla að fyrirfara sér, og var svæði umhverfis húsið var lokað af. Eftir nokkurt umsátur gaf maðurinn sig fram og var hald lagt á byssuna. Í maí árið 2009 bankaði maður með lambhúshettu upp á í húsi í Seljahverfi um miðja nótt en hann var þá vopnaður haglabyssu. Maðurinn hóf strax skothríð þegar húsráðandinn opnaði hurðina en náði ekki að vera honum að mein. Sérsveit lögreglunnar var kölluð á staðinn en maðurinn fannst ekki eftir skotárásina.Sérsveitin að störfum við hús í Mávahlíð árið 1992.Kom aftur við sögu hjá lögreglunniÍ lok júlí árið 2009 barst Lögreglunni á vestfjörðum tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umræddur maður var einnig á ferðinni árið 2002 á Álftanesi eins og fram kemur hér að ofan. Undir lok ársins 2009 þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að yfirbuga vopnaðan mann í Breiðholti en fyrr um kvöldið barst tilkynning að vopnaður maður væri á ferðinni í Bústaðarhverfinu.Lögðu hald á 90 byssurÍ byrjun júlí árið 2011 lagði lögreglan á Selfossi hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heimili eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu. Þegar lögreglan kom á staðinn hélt maðurinn á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð. Maður hleypti af haglabyssunni í bryggjuhverfinu í nóvember árið 2011 og skaut hann í áttina að manni sem var akandi á bíl.Á fyrsta degi ársins 2013 brutust út slagsmál í heimahúsi í Hafnarfirði. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður haglabyssu. Sérsveitin var kölluð á staðinn og handtók hún manninn en haglabyssan reyndist óhlaðin. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út til aðstoðar á Selfossi í júlí í ár eftir að maður hafði hótað nágranna sínum með lífláti en hann hafði þá skotvopn undir höndum sér. Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira
Sérsveit ríkislögreglustjóra, sem stundum er kölluð Víkingasveitin, hefur að minnsta kosti sextán sinnum verið kölluð út til þess að eiga við byssumenn á þeim rúmu þrjátíu árum sem hún hefur starfað. Hún hefur þó sjálf aldrei beitt skotvopnum á vettvangi fyrr en í morgun, þegar byssumaður við Hraunbæ í Reykjavík var skotinn af lögreglu eftir nokkuð umsátur. Maðurinn lést á slysadeild af völdum skotsára.Sérsveitin fyrst kölluð út árið 1984 Fyrsta verkefni deildarinnar var að yfirbuga óðan byssumann sem hóf skothríð á mótum Vesturgötu og Framnesvegar í Reykjavík að kvöldi föstudagsins 4. maí 1984. Skotmaðurinn hélt áleiðis niður í svokallaðan Daníelsslipp á Grandanum og skaut hann að lögreglu og ljósmyndara DV. Að lokum tókst að ná til mannsins og var hann færður í fangageymslur. Árið 1990 var sérsveitin kölluð út að minnsta kosti tvisvar. Í fyrra skiptið þann 30. apríl á Ólafsfirði þegar ölvaður maður skaut tveimur skotum úr haglabyssu á lögreglumann. Að því loknu braust maðurinn inn í gagnfræðaskólann og hafðist þar við í um það bil þrjár klukkustundir áður en hann gaf sig fram við lögreglu, sem hafði þá umkringt skólann. Aðfaranótt 13. júní sama ár var sveitin kölluð að íbúðarblokk við Æsufell í Reykjavík þar sem drukkinn maður, vopnaður naglabyssu, hótaði að fyrirfara sér og sprengja blokkina í loft upp. Líkt og á Ólafsfirði gafst maðurinn upp eftir þriggja tíma umsátur. Enn varð þriggja tíma umsátur að kvöldi 12. maí 1992 við íbúðarhús í Mávahlíð í Reykjavík. 21 árs gamall byssumaður hafði skotið 25 ára karlmann í andlitið með kindabyssu, og hóf hann skothríð á sjúkralið og lækna þegar þeir hlúðu að hinum særða fyrir utan húsið. Að tæplega þremur tímum loknum gafst maðurinn upp.Sérsveitarmaður á æfingu árið 1990.Yfirbuguðu tvo byssumenn árið 1992 Aðfaranótt 30. nóvember 1992 voru tveir byssumenn yfirbugaðir í og við hús við Rauðarárstíg í Reykjavík eftir tveggja klukkustunda umsátur. Um var að ræða góðkunningja lögreglunnar sem höfðu ógnað fólki á þremur stöðum í borginni fyrr um kvöldið. Lögregla rakti slóð þeirra að fyrrnefndu húsi og umkringdu það án þess að mennirnir yrðu þess varir. Þegar annar þeirra kom óvopnaður út, skömmu eftir miðnætti, stukku sérsveitarmenn á hann og handtóku. Að því loknu var ráðist til inngöngu í húsið og hinn maðurinn handtekinn. Að kvöldi 3. september 2001 handtók lögregla tæplega fimmtugan heimilisföður á Tómasarhaga í Reykjavík eftir þriggja klukkustunda umsátur um heimili hans. Hann hafði haft í hótunum við fjölskyldu sína og vitað var af skotvopnum á heimili se maðurinn þótti líklegur til að beita. Sérsveitin var ekki kölluð til heldur þjálfaðir samningamenn sem einnig starfa innan sérsveitarinnar. Maðurinn gafst upp eftir langvarandi símtöl við lögreglu. Áður hafði hann lagt skotvopn sín á tröppur hússins. Sérsveitin yfirbugaði mann eftir þriggja klukkustunda umsátur við íbúðarhús á Álftanesi að morgni mánudagsins 5. ágúst 2002. Maðurinn, sem var dauðadrukkinn, var sagður hafa hleypt af tveimur skotum í húsinu og ógnað fólki. Lokað var fyrir alla umferð út á Álftanes um stund en eftir að maðurinn var handtekinn fundust fjögur skotvopn í húsinu, en hann hafði leyfi fyrir öllum vopnunum. Maðurinn var aldrei ákærður fyrir atvikið þar sem síðar kom í ljós að engum skotum hafði verið hleypt af. Aðfaranótt 25. júlí 2009 var sérsveitin aftur kölluð út vegna mannsins, og var það þá í sumarbústaðalandi á Barðaströnd. Maðurinn var vopnaður skotvopni og lagði allt í rúst í sumarbústað á svæðinu. Undir morgunn tókst að yfirbuga manninn en hann var sagður ofurölvi. Að morgni 31. júlí 2004 var sérsveitin send að húsi við Hellisbraut á Reykhólum þar sem tilkynnt hafði verið um að skotið hefði verið á tvö hús við götuna. Ráðist var til inngöngu í húsið og var byssumaðurinn þá farinn. Hald var lagt á skotvopn og skotfæri. Við rannsókn á vettvangi kom í ljós að maðurinn hafði skotið að minnsta kosti tíu skotum á tvö hús.Lokaði sinn inn á salerni vopnaður haglabyssu13. mars 2008 var sérsveitin kölluð að húsi í Reykjanesbæ eftir að karlmaður lokaði sig inni á salerni vopnaður haglabyssu. Maðurinn sagðist ætla að fyrirfara sér, og var svæði umhverfis húsið var lokað af. Eftir nokkurt umsátur gaf maðurinn sig fram og var hald lagt á byssuna. Í maí árið 2009 bankaði maður með lambhúshettu upp á í húsi í Seljahverfi um miðja nótt en hann var þá vopnaður haglabyssu. Maðurinn hóf strax skothríð þegar húsráðandinn opnaði hurðina en náði ekki að vera honum að mein. Sérsveit lögreglunnar var kölluð á staðinn en maðurinn fannst ekki eftir skotárásina.Sérsveitin að störfum við hús í Mávahlíð árið 1992.Kom aftur við sögu hjá lögreglunniÍ lok júlí árið 2009 barst Lögreglunni á vestfjörðum tilkynning um miðnætti að maður gengi berserksgang á Barðaströnd, vopnaður skotvopni. Lögreglan á Ísafirði og Patreksfirði fór á staðinn en einnig var óskað aðstoðar sérsveitar lögreglu sem flutt var vestur með þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umræddur maður var einnig á ferðinni árið 2002 á Álftanesi eins og fram kemur hér að ofan. Undir lok ársins 2009 þurfti lögreglan á höfuðborgarsvæðinu að yfirbuga vopnaðan mann í Breiðholti en fyrr um kvöldið barst tilkynning að vopnaður maður væri á ferðinni í Bústaðarhverfinu.Lögðu hald á 90 byssurÍ byrjun júlí árið 2011 lagði lögreglan á Selfossi hald á um níutíu byssur og gríðarlegt magn skotfæra á heimili eftir að tilkynnt var um skothvelli frá húsinu. Þegar lögreglan kom á staðinn hélt maðurinn á tveimur skammbyssum og stóð fyrir skothríð. Maður hleypti af haglabyssunni í bryggjuhverfinu í nóvember árið 2011 og skaut hann í áttina að manni sem var akandi á bíl.Á fyrsta degi ársins 2013 brutust út slagsmál í heimahúsi í Hafnarfirði. Þegar lögreglumenn komu á vettvang kom í ljós að aðili í húsinu var vopnaður haglabyssu. Sérsveitin var kölluð á staðinn og handtók hún manninn en haglabyssan reyndist óhlaðin. Sérsveit lögreglunnar var kölluð út til aðstoðar á Selfossi í júlí í ár eftir að maður hafði hótað nágranna sínum með lífláti en hann hafði þá skotvopn undir höndum sér.
Byssumaður í Árbæ Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sjá meira