Erlent

FBI stærsti einstaki eigandi Bitcoin

Elimar Hauksson skrifar
Kínversk stjórnvöld hafa hert reglur um gjaldmiðilinn og hefur virði Bitcoin hríðfallið í kjölfarið.
Kínversk stjórnvöld hafa hert reglur um gjaldmiðilinn og hefur virði Bitcoin hríðfallið í kjölfarið.
Alríkislögregla Bandaríkjanna hefur meira en 100 milljón dollara virði af rafræna gjaldmiðlinum Bitcoin undir höndum eftir rassíu sem gerð var á netmarkað með fíkniefni. Frá þessu greinir á vefsíðunni wired.com

Það var í september sem FBI lagði hald á meira en 144.000 Bitcoin þegar vefsíðan Silk Road var lögð niður og fjármunirnir gerðir upptækir. Vefsíðan hefur verið kölluð Ebay fíkniefnaheimsins.

Bitcoin eigendur dreifa jafnan þeim upphæðum sem þeir eiga bundnum í Bitcoin á nokkrum stöðum til þess að dreifa áhættu. Þannig má sem dæmi nefna að sá aðili sem gengur undir dulnefninu Satoshi Nakamoto og fann upp Bitcoin á sem nemur einni milljón af gjaldmiðlinum. Nakamoto dreifir þeirri eign niður í smærri einingar til þess að lágmarka tjónið af því ef kóða sem stýrir reikningum er stolið eða reikningarnir hakkaðir.

FBI er á hins vegar stærstu stöku eininguna af Bitcoin og er sjóður bandarísku Alríkislögreglunnar því ansi vænlegt skotmark fyrir tölvuhakkara heimsins.

Bitcoin hefur átt undir högg að sækja og hefur virði gjaldmiðilsins hrunið um því sem nemur 50% síðustu daga. Á vef Guardian segir að ástæður fyrir því að virði miðilsins hríðfellur sé að hertar reglur kínverskra stjórnvalda varðandi viðskipti með Bitcoin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×