Hjálpuðu heimilislausa Litháanum - Gáfu honum bensín og smákökur Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 11. desember 2013 21:54 "Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
„Markmiðið okkar er að reyna að koma honum inn fyrir jól. Við fórum upp að Esju þar sem við gáfum honum meðal annars 25 lítra af bensíni,“ segir Róbert Guðmundsson, málari og stofnandi Facebook-síðunnar Hjálparsamtök Íslendinga. Eftir að hafa horft á fréttir Stöðvar 2 í kvöld þar sem fjallað var um litháískan karlmann, Ricardas Zazeckis, sem býr í bíl sínum við Esjurætur ákvað Róbert að fara ásamt félaga sínum til þess hitta manninn og færa honum góðgæti og bensín. Hann segir að maðurinn hafi verið nokkuð tregur til að byrja með en hafi svo þegið aðstoð. „Við gáfum honum smákökur, kanilsnúða, mjólk, appelsín og sígarettur. Svo létum við hann fá 2000 krónur í peningum og bensín,“ segir Róbert. Þegar þeir voru uppfrá kom að annar maður sem vildi færa Ricardas bensín. Bíllinn fór þó ekki í gang og telur Róbert að geymirinn sé bilaður. Hann ætlar því að fara uppeftir í fyrramálið með nýjan geymi og með í för verður Frank Höybye, bifvélavirki. Sá hefur lofað Ricardas að leggja bílnum sínum fyrir framan verkstæðið sitt í Hafnarfirði. Bifvélavirkinn ætlar að tengja rafmagn í bílinn og lána honum rafmagnsofn en það myndi verða til bráðabirgða þar til maðurinn fær varanlegt úrræði. „Ég er ör með svona hluti,“ segir Róbert. „Ég er að gefa hluti um allt land og meðal annars fékk ég bakarann Jóa Fel til þess að hjálpa mér með deig í smákökur sem ég gef.“Hvað er það sem drífur þig áfram við að hjálpa öðrum?„Ég var sjálfur í svipaðri stöðu fyrir mörgum árum, bjó í herbergisholum hingað og þangað og hafði ekki í nein hús að vernda þannig. Það voru ekki margir sem ég gat treyst á, þannig að ég þekki svona aðstöðu ágætlega.“ „En það er ekki lengur þannig, nú rek ég mína eigin málningarþjónustu og ég vil endilega láta gott af mér leiða,“ segir Róbert. Stöð 2 fjallaði um mál litháíska mannsins í kvöld. Hann flutti til Íslands frá Litháen fyrir þrettán árum. Hann er með dvalarleyfi hér á landi. Hann baðst undan viðtali en sagði okkur þó að hann hefði misst vinnuna í vor og í kjölfarið húsnæði sitt. Hann ákvað því að setjast að í bílnum. Ricardas segist eiga fjölskyldu og börn í Litháen sem hann sendi peninga, en hefur ekkert getað hjálpað þeim síðan hann varð atvinnulaus.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira