Sport

Landsliðsstelpurnar söfnuðu 300 þúsund krónum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Sara Björk Gunnarsdóttir í háloftunum í gær.
Sara Björk Gunnarsdóttir í háloftunum í gær. Mynd/Valli
Kvennalandslið Íslands í handbolta og fótbolta leiddu saman hesta sína í einvígi í báðum íþróttagreinum í Valsheimilinu í gær.

Um ágóðaframtak var að ræða til styrktar Barnaspítala Hringsins. Fjölmargir sjálfboðaliðar komu að verkefninu auk landsliðsstelpnanna. Alls söfnuðust um 300 þúsund krónur sem munu vonandi nýtast spítalanum vel.

Góð stemmning var á leiknum í gær og vöktu tilþrif knattspyrnustelpnanna í handbolta sérstaklega mikla athygli. Gekk leikmönnum misvel að kasta handboltanum í átt að marki.

Valgarður Gíslason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, tók fjölda góðra mynda á einvíginu sem má sjá hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×