Lokun Reykjavíkurflugvallar auglýst í dagblöðum í dag Kristján Már Unnarsson skrifar 23. desember 2013 08:39 Frá Reykjavíkurflugvelli. Mynd/Vilhelm. Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir. Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem gerir ráð fyrir lokun minnstu brautarinnar strax og endanlegri lokun flugvallarins eftir tíu ár, er auglýst í dagblöðum í dag, í samræmi við samþykkt borgarráðs frá því á fimmtudag. Samkvæmt skipulaginu verður æfinga-, kennslu- og einkaflug lagt af árið 2015, norður-suðurbrautin lögð af 2022 og flugvallarstarfsemi með öllu árið 2024. Borgarráð gerir ráð fyrir að geta strax tekið ný svæði til uppbyggingar vegna lokunar litlu brautarinnar. Í sérstakri bókun meirihlutans segir að framkvæmdir geti hafist við blandaða byggð á Hlíðarendasvæði. Þó verði horft til vinnu flugvallarnefndar um framtíðarstaðsetningu innanlandsflugs áður en lokið verður við skipulag Skerjafjarðar. Óvíst er hins vegar hvort þessi áform borgarinnar ná fram að ganga. Fyrir helgi hafnaði fjárlaganefnd Alþingis að bæta inn í fjárlagafrumvarp næsta árs tillögu sem heimilað hefði afsal á flugvallarlandi í eigu ríkisins til Reykjavíkurborgar. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefnar, skýrði þá niðurstöðu með því að verið væri að vinda ofan af samkomulagi Dags B. Eggertssonar, formanns borgarráðs, og Katrínar Júlíusdóttur, þáverandi fjármálaráðherra, frá því í vor um sölu flugvallarlandsins. Það er í samræmi við yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í síðasta mánuði. Þar lagðist hann alfarið gegn lokun þriðju brautarinnar, enda ekkert fjallað um að loka henni í nýlegu samkomulagi ríkis, borgar og Icelandair. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra vísaði hins vegar í þingræðu á föstudag til eldri samninga ríkis og borgar, allt frá árinu 1999, þegar hún sagði að ríkið myndi standa við samninga og tilkynna um lokun þriðju brautarinnar fyrir áramót. Brautinni yrði þó ekki lokað fyrr en niðurstaða flugvallarnefndar lægi fyrir.
Tengdar fréttir Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30 Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sakleysi dætranna hafi gufað upp Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina Sjá meira
Svona lítur nýja skipulagið út með skertum flugvelli Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurflugvallar, sem samþykkt var í borgarráði á fimmtudag, verður formlega auglýst 23. desember, á Þorláksmessu. 21. desember 2013 13:30
Borgin samþykkir flugbraut burt, Alþingi neitar að afsala landinu Borgarráð samþykkti í dag með hraði að hluti Reykjavíkurflugvallar skuli víkja fyrir nýju íbúðahverfi. Þjóðin vill flugvöllinn áfram segir, Vigdís Hauksdóttir, hneyksluð á borgaryfirvöldum. 19. desember 2013 19:00