Ekki var samið um lokun þriðju flugbrautarinnar Kristján Már Unnarsson skrifar 18. nóvember 2013 19:27 Forsætisráðherra: Er alfarið á móti því að loka þriðju flugbrautinni. mynd/365 Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“ Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Forsætisráðherra leggst alfarið gegn því að þriðju flugbraut Reykjavíkurflugvallar verði lokað. Hann vill vinda ofan af samkomulagi sem Katrín Júlíusdóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, gerði við Dag B. Eggertsson, formann borgarráðs, um að borgin fengi hluta flugvallarsvæðisins undir íbúðabyggð. Samkomulag sem undirritað var í Hörpu í lok síðasta mánaðar um flugvallarmálið hefur verið túlkað svo að minnstu flugbrautinni verði lokað um áramót og að Reykjavíkurborg geti byrjað að úthluta lóðum undir ný íbúðahverfi í Skerjafirði. „Nei, það er ekkert fjallað um það að loka þriðju flugbrautinni í þessu samkomulagi,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson í viðtali í fréttum Stöðvar 2. „Ég tel það raunar mjög óráðlegt og er alfarið á móti því af ýmsum ástæðum,“ segir forsætisráðherra. Hann nefnir öryggismál, það sé ástæða fyrir að flugbrautirnar séu þrjár. „En það er líka mjög óheppileg stefna í alla staði að vera stöðugt að reyna að þrengja að flugvellinum, byggja alveg upp við hann allt í kring til að reyna að þrengja að honum.“ Forsætisráðherra segir að Katrín Júlíusdóttir, þáverandi fjármálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson, formaður hafi í mars undirritað samkomulag um sölu á hluta vallarsvæðisins. Minnt hafi verið á það samkomulag í tengslum við undirritunina á dögunum. „En ég held að menn ættu að reyna að sameinast um það að vinda ofan af því og fá vonandi eftir næstu borgarstjórnarkosningar meirihluta sem er tilbúinn að gera þetta öðruvísi,“ segir Sigmundur. Fullyrt hefur verið að innanríkisráðherra og borgarstjóri hafi gert hliðarsamkomulag í síðasta mánuði um brotthvarf þriðju brautarinnar. Spurður hvort hann hafi vitað af slíku hliðarsamkomulagi þegar hann undirritaði flugvallarsamkomulagið í Hörpu svarar forsætisráðherra: „Það var einhver hugmynd um að hafa þetta allt í einu skjali. En ég taldi það óráðlegt vegna þess að það hefði gefið til kynna að verið væri að semja sérstaklega um þetta með þriðju flugbrautina. Það var ekki verið að gera samning um það núna. Það var bara upprifjun á því að slíkt samkomulag hefði verið gert á sínum tíma.“
Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira