Erlent

Twitter ummæli almannatengils valda mikilli reiði

Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar
Justine Sacco.
Justine Sacco.
Ummæli Justine Sacco, almannatengils vefsíðufyrirtækisins IAC hafa ollið mikilli reiði en hún setti færslu  á Twitter síðu sína rétt áður en hún fór í flug frá London til Cape Town í höfuðborgar Suður Afríku.

Þar sagði hún: „Er á leið til Afríku, vonandi fæ ég ekki aids. Nei grín, ég er hvít!“

IAC er fyrirtæki sem heldur úti fjölda vefsíðna, meðal annars Vimeo, The Daily Beast og Match.com. Upplýsingar um Sacco hafa nú þegar verið fjarlægðar af heimasíðu IAC en enn er ekki komið í ljós hvort henni verði sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.

Twitter aðgangi Sacco hefur verið eytt. Fjöldi Twitter notenda hafa farið fram á að hún verði rekin.





Í yfirlýsingu frá ICA segir að um sé að ræða móðgangi færslu sem lýsi á engan hátt skoðunum eða hugmyndum IAC. Þegar yfirlýsingin var gefin út hafði ekki náðst í Sacco, þar sem hún var í fluginu  á leið til Cape Town.

Hashtaggið #HasJustineLandedYet vhefur orðið vinsælt á Twitter síðan yfirlýsingin barst.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem almannatengillinn birtir vafasamar færslur á Twitter. Í febrúar árið 2012 skrifaði hún eftirfarandi: „Mig dreymdi kynferðislegan draum um einhverfan krakka. #fml“.

Í janúar á þessu ári skrifaði hún: „Það er ekki hægt að reka mann fyrir það sem maður segir dauðadrukkinn er það?“

Ekki liggur fyrir hvort að Sacco hafi verið dauðadrukkin þegar hún skrifaði færsluna um Suður-Afríku né hvort að það myndi skipta máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×