Barcelona komst aftur á topp spænsku úrvalsdeildarinnar í dag er liðið vann magnaðan 2-5 sigur á Getafe.
Barca lenti 2-0 undir eftir aðeins 15 mínútna leik. Pedro tók þá málin í sína hendur. Hann skoraði þrennu á níu mínútum og kom Barcelona yfir fyrir hlé.
Cesc Fabregas lék í fremstu víglínu hjá Barcelona í dag. Hann réttlætti þá ákvörðun með því að skora tvö mörk í síðari hálfleik.
Fabregas gaf einnig eina stoðsendingu rétt eins og Pedro. Þokkalegt dagsverk hjá þeim.
Barcelona er með jafn mörg stig og Atletico Madrid en með betra markahlutfall og því í efsta sæti.
Pedro með þrennu á níu mínútum

Mest lesið


Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið
Handbolti


Styrmir skoraði tólf í naumum sigri
Körfubolti

„Betri ára yfir okkur“
Handbolti

Haukar fóru illa með botnliðið
Handbolti

Kristinn Albertsson nýr formaður KKÍ
Körfubolti



Lærisveinar Alfreðs að stinga af
Handbolti