Svona á höfnin á Dysnesi að líta út Kristján Már Unnarsson skrifar 30. desember 2013 18:45 Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár. Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Félag um Dysneshöfn í Eyjafirði miðar undirbúning við að framkvæmdir geti hafist innan árs. Markaðsátak, sem er að fara að stað, gengur út á að þar verði miðstöð vaxandi umsvifa á Norðurslóðum. Grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu olíuleitarleyfunum við austurströnd Grænlands og það er eftirtektarvert að sjá hversu mörg stór félög eru í hópi sérleyfishafa, eins og Statoil, Conoco Phillips, Eni, BP, Chevron og Shell. Þetta er eitt af þeim dæmum sem menn sjá um vaxandi umsvif á Norðurslóðum, sem ýmsir forystumenn hérlendis hafa lýst sem einu mesta viðskiptatækifæri Íslendinga á næstu áratugum. Eyfirðingar sitja ekki með hendur í skauti en sveitarfélögin þar, í gegnum Atvinnuþróunarfélag Eyjafjarðar og Hafnasamlag Norðurlands, stofnuðu í vor félag um Dysneshöfn ásamt Eimskip, Slippnum á Akureyri og verkfræðistofunni Mannviti.Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar.Kynningarmyndband sem félagið hefur látið gera sýnir hvernig menn sjá fyrir sér hafnarsvæði með 300-500 metra löngum viðleguköntum og þurrkví til að rúma stór skip til viðgerða. Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar, segir að skipulagsferli sé að ljúka og framundan sé umhverfismat. Undirbúningur miði við að fyrstu framkvæmdir geti hafist á árinu 2014. Forsendan er þó að notendur finnist að höfninni áður en fjárfestingar og framkvæmdir hefjast, en myndbandi eins og þessu er ætlað að kynna svæðið. Þar er sérstök áhersla lögð á sterka innviði Akureyrar, með blómlegu mannlífi, stærsta slipp landsins, öflugu sjúkrahúsi, alþjóðaflugvelli, verslunarmiðstöð og háskóla. Þorvaldur Lúðvík segir Dysneshöfn alls ekki stillt upp sem samkeppni við höfn í Finnafirði. Fyrir austan sé einkum horft til siglinga yfir Norðurpólinn og umskipunarhöfn, meðan áherslan á Dysnesi verði fremur á þjónustu við Grænland og olíuleit. Hann segir þetta langtímaverkefni og gerir ráð fyrir að, ef af verði, þá muni uppbygging hafnarinnar taka tíu til fimmtán ár.
Tengdar fréttir Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52 Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21 Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Olíuleitin hafin við Austur-Grænland Olíurisar eins og Shell, Statoil, BP, Chevron og Conoco Philips eru meðal níu olíufélaga sem Grænlendingar úthlutuðu nýjum sérleyfum á föstudag. Akureyri og Eyjafjörður vilja bita af kökunni. 24. desember 2013 12:52
Færeyskur Statoil-stjóri segir Austur-Grænland erfitt Norska olíufélagið Statoil, stærsta fyrirtæki Norðurlanda, er í hópi níu olíufélaga sem grænlensk stjórnvöld úthlutuðu fyrir jól fyrstu sérleyfum við austurströnd Grænlands. 27. desember 2013 14:21