Heldri krataleiðtogi segir frá Jakob Bjarnar skrifar 23. desember 2013 08:02 Björgvin á miklu barnaláni að fagna. Hér er hann ásamt fjórum af sex sonum sínum í útgáfuteitinu. Björgvin Guðmundsson man tímana tvenna. Hann er nú 81 árs og ólst upp á kreppuárum þriðja áratugar síðustu aldar, þegar hrammur atvinnuleysis og fátæktar lá yfir íslensku þjóðlífi. Björgvin varð einn helsti leiðtogi Alþýðuflokksins í Reykjavík og tók þátt í að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni árið 1978, nokkuð sem virtist óhugsandi eftir áratuga valdaskeið flokksins í Reykjavík. Í ævisögunni „Efst á baugi“ lítur Björgvin yfir farinn veg. Björgvin var ekki bara stjórnmálamaður, hann starfaði um árabil í fjölmiðlum, einkum Alþýðublaðinu, að sjálfsögðu og varð seinna embættismaður í utanríkisráðuneytinu. „Mér er minnistæðast á mínum pólitíska ferli þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík féll eftir hálfrar aldar valdatíð. Þetta kom íhaldinu alveg á óvart og raunar kom þetta okkur öllum á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið mikið hræddari um meirihlutann í kosningunum 1970. Þetta voru að sjálfsögðu mikil pólitísk tíðindi,sem höfðu áhrif á landsmálin einnig. Og í rauninni var þetta mikið meiri frétt en sigur R-listans seinna. Við ruddum brautina.“Þau felldu Sjálfstæðisflokkinn 1978. Björgvin og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skipuðu efstu sætin á lista Alþýðuflokksins, þegar vinstriflokkarnir unnu sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum.Björgvin man tímana tvenna og þrenna: „Í upphafi bókarinnar rek ég ástandið eins og það var, þegar ég var að alast upp í byrjun heimhreppunnar,atvinnuleysið og fátæktina, sem ég bjó við. Ég varð jafnaðarmaður vegna þess misréttis og ójafnaðar,sem ríkti og ég vildi breyta ástandinu. Sem ungur alþýðupiltur var ég mikill hugsjónamaður og hafði brennandi trú á jafnaðarstefnunni. Að sjálfsögðu hefur jafnaðarstefnan breyst frá því hún kom fyrst fram. Leiðirnar að markinu hafa breytst en markmiðið er ávallt það sama: Frelsi,jafnrétti og bræðralag.“ Björgvin hefur verið mikill fjölskyldumaður. Eiginkona hans er Dagrún Þorvaldsdóttir en þau hafa verið gift í 60 ár, áttu demantsbrúðkaup fyrir nokkrum dögum. Þau eiga 6 syni. Björgvin segist glaður og hrærður yfir þeim móttökum sem bók hans hefur fengið: „Ég var að lesa upp í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðarsyni á fimmtudaginn og þá sagði hann, að bók mín hefði fengið góðar viðtökur þar og selst vel. Í útgáfuteitinu, sem Sögur útgáfa, efndi til í bókaverslun Eymundsson á Skólavörðustíg, þegar bókin kom út, var húsfyllir og ég hafði vart undan að árita bækur sem seldust við það tækifæri. Ég las upp úr bókinni í útgáfuteitinu og hefi lesið upp úr henni á nokkrum öðrum stöðum síðan, svo sem hjá Félagi eldri borgara og á Jólagleði jafnaðarmanna og hefi fengið góðar undirtektir.“ Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
Björgvin Guðmundsson man tímana tvenna. Hann er nú 81 árs og ólst upp á kreppuárum þriðja áratugar síðustu aldar, þegar hrammur atvinnuleysis og fátæktar lá yfir íslensku þjóðlífi. Björgvin varð einn helsti leiðtogi Alþýðuflokksins í Reykjavík og tók þátt í að fella meirihluta Sjálfstæðisflokksins í höfuðborginni árið 1978, nokkuð sem virtist óhugsandi eftir áratuga valdaskeið flokksins í Reykjavík. Í ævisögunni „Efst á baugi“ lítur Björgvin yfir farinn veg. Björgvin var ekki bara stjórnmálamaður, hann starfaði um árabil í fjölmiðlum, einkum Alþýðublaðinu, að sjálfsögðu og varð seinna embættismaður í utanríkisráðuneytinu. „Mér er minnistæðast á mínum pólitíska ferli þegar meirihluti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík féll eftir hálfrar aldar valdatíð. Þetta kom íhaldinu alveg á óvart og raunar kom þetta okkur öllum á óvart. Sjálfstæðisflokkurinn hafði verið mikið hræddari um meirihlutann í kosningunum 1970. Þetta voru að sjálfsögðu mikil pólitísk tíðindi,sem höfðu áhrif á landsmálin einnig. Og í rauninni var þetta mikið meiri frétt en sigur R-listans seinna. Við ruddum brautina.“Þau felldu Sjálfstæðisflokkinn 1978. Björgvin og Sjöfn Sigurbjörnsdóttir skipuðu efstu sætin á lista Alþýðuflokksins, þegar vinstriflokkarnir unnu sögulegan sigur á Sjálfstæðisflokknum.Björgvin man tímana tvenna og þrenna: „Í upphafi bókarinnar rek ég ástandið eins og það var, þegar ég var að alast upp í byrjun heimhreppunnar,atvinnuleysið og fátæktina, sem ég bjó við. Ég varð jafnaðarmaður vegna þess misréttis og ójafnaðar,sem ríkti og ég vildi breyta ástandinu. Sem ungur alþýðupiltur var ég mikill hugsjónamaður og hafði brennandi trú á jafnaðarstefnunni. Að sjálfsögðu hefur jafnaðarstefnan breyst frá því hún kom fyrst fram. Leiðirnar að markinu hafa breytst en markmiðið er ávallt það sama: Frelsi,jafnrétti og bræðralag.“ Björgvin hefur verið mikill fjölskyldumaður. Eiginkona hans er Dagrún Þorvaldsdóttir en þau hafa verið gift í 60 ár, áttu demantsbrúðkaup fyrir nokkrum dögum. Þau eiga 6 syni. Björgvin segist glaður og hrærður yfir þeim móttökum sem bók hans hefur fengið: „Ég var að lesa upp í Sunnlenska bókakaffinu hjá Bjarna Harðarsyni á fimmtudaginn og þá sagði hann, að bók mín hefði fengið góðar viðtökur þar og selst vel. Í útgáfuteitinu, sem Sögur útgáfa, efndi til í bókaverslun Eymundsson á Skólavörðustíg, þegar bókin kom út, var húsfyllir og ég hafði vart undan að árita bækur sem seldust við það tækifæri. Ég las upp úr bókinni í útgáfuteitinu og hefi lesið upp úr henni á nokkrum öðrum stöðum síðan, svo sem hjá Félagi eldri borgara og á Jólagleði jafnaðarmanna og hefi fengið góðar undirtektir.“
Menning Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp