Sport

Bikarkeppni FRÍ frestað um einn dag

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd/Daníel
Vegna slæms veðurútlits hefur Bikarkeppni Frjálsíþróttasambands Íslands, sem átti að hefjast kl. 18 á morgun föstudag, verið frestað til kl. 16 á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá FRÍ.

Keppni á fyrri degi keppninnar verður með sama fyrirkomulagi og kynnt var í boðsbréfi nema að keppni hefst kl. 16 í stað 18 eins og ráðgert var.

Allar tímasetningar keppnisgreina færast því fram um tvær klukkustundir á laugardaginn miðað við upphaflegan tímaseðil föstudags. Keppni verður síðan framhaldið á sunnudaginn skv. óbreyttum tímaseðli fyrir seinni daginn.

Tæknifundur verður kl. 14 á laugardaginn á Laugardalsvelli.

Keppni í stangarstökki karla og kvenna verður í Laugardalshöll skv. tímaseðili. Einnig, verður möguleiki á að hástökk fari fram innahúss, en ákvörðun verður endanlega tekin á tæknifundi fyrir keppni á laugardag.

Einnig verður boðið upp á keppendur geti hitað upp í Laugardalshöll, en hún opnar einni klukkustund fyrir keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×