Enginn staðið frammi fyrir erfiðari verkefnum en Bjarni 18. maí 2013 19:06 Risavaxin verkefni bíða Bjarna Benediktssonar, sem sagður er munu verða nýr fjármála- og efnahagsráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks. Þar ber helst að nefna endurgreiðsluvanda Íslands, þrotabú föllnu bankanna og losun fjármagnshafta. Áskoranir sem Bjarni Benediktsson stendur frammi fyrir sem fjármála- og efnahagsráðherra eru fyrst og fremst þríþættar:1. Endurgreiðsluvandi Íslands Ísland framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að standa undir skuldbindingum gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þessi vandi birtist vel í aðfaraorðum seðlabankastjóra í nýrri skýrslu um fjármálastöðugleika þar sem hann segir: „Miðað við óbreytt gengi nægir fyrirsjáanlegur undirliggjandi viðskiptaafgangur næstu ára ekki til að fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána. Því mun íslenska þjóðarbúið ekki skapa nægan gjaldeyri að óbreyttu gengi krónunnar til að losa út krónueignir búa gömlu bankanna til erlendra kröfuhafa og það jafnvel þótt þær yrðu verðlagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum." Það verður verkefni nýs fjármála- og efnahagsráðherra að finna viðunandi lausn á þessu. Stærstur hluti þessara afborgana eru greiðslur Landsbankans til þrotabús gamla Landsbankans í erlendri mynt.2. Losun fjármagnshafta Nýr fjármála- og efnahagsráðherra stendur frammi fyrir því að finna lausn á erfiðasta viðfangsefninu sem blasir við í íslensku hagkerfi en það er losun fjármagnshafta. Losun fjármagnshafta er nátengd endurgreiðsluvandanum. Seðlabanki Íslands hefur unnið áætlun um beitingu varúðartækja eftir losun hafta sem kom út í fyrra. Hana má nálgast hér. Á endanum er það hins vegar alltaf pólitísk ákvörðun hversu hratt höftin verða afnumin.3. Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna Þá verður nýr fjármála- og efnahagsráðherra einnig með álitaefni tengd uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna á sinni könnu þar sem málefni fjármálastöðugleika heyrir undir málaflokkinn. Slitastjórnir Kaupþings banka og Glitnis hafa þegar lagt fram umsóknir um nauðasamninga í Seðlabankanum sem hefur frestað afgreiðslu þeirra um óákveðinn tíma. Vandamálið hér eru neikvæð áhrif uppgjöra þessara þrotabúa og útgreiðslna í erlendri mynt á fjármálastöðugleika í landinu. Eiga kröfuhafar þessara banka að fá afhentar eignir sínar í erlendri mynt eða ber þeim að fá greitt út í krónum? Hversu hratt á að greiða þeim út? Ógna nauðasamningar þessara banka fjármálastöðugleika í landinu? Þetta eru spurningar sem nýr fjármála- og efnahagsráðherra þarf að velta fyrir sér.Margt annað óleyst Þá eru ótalin mörg önnur brýn verkefni, eins og jöfnuður í ríkisfjármálum, skuldir ríkissjóðs og lækkun vaxtakostnaðar íslenska ríkisins, sem íþyngir rekstrinum mjög, en á síðasta ári greiddi ríkissjóður 91 ma.kr í vexti. Þetta eru fjármunir sem annars væri hægt að verja í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu, svo dæmi sé nefnt. Af öllu framansögðu virtu er vandséð að nokkur annar fjármálaráðherra í sögunni hafi staðið fyrrir vandasamari verkefnum en fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar og eru verkefnin síst minni en þau sem forveri hans glímdi við á síðasta kjörtímabili. Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Risavaxin verkefni bíða Bjarna Benediktssonar, sem sagður er munu verða nýr fjármála- og efnahagsráðherra í nýrri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks- og Framsóknarflokks. Þar ber helst að nefna endurgreiðsluvanda Íslands, þrotabú föllnu bankanna og losun fjármagnshafta. Áskoranir sem Bjarni Benediktsson stendur frammi fyrir sem fjármála- og efnahagsráðherra eru fyrst og fremst þríþættar:1. Endurgreiðsluvandi Íslands Ísland framleiðir ekki nægan gjaldeyri til að standa undir skuldbindingum gagnvart erlendum kröfuhöfum. Þessi vandi birtist vel í aðfaraorðum seðlabankastjóra í nýrri skýrslu um fjármálastöðugleika þar sem hann segir: „Miðað við óbreytt gengi nægir fyrirsjáanlegur undirliggjandi viðskiptaafgangur næstu ára ekki til að fjármagna samningsbundnar afborganir erlendra lána. Því mun íslenska þjóðarbúið ekki skapa nægan gjaldeyri að óbreyttu gengi krónunnar til að losa út krónueignir búa gömlu bankanna til erlendra kröfuhafa og það jafnvel þótt þær yrðu verðlagðar mjög lágt í erlendum gjaldmiðlum." Það verður verkefni nýs fjármála- og efnahagsráðherra að finna viðunandi lausn á þessu. Stærstur hluti þessara afborgana eru greiðslur Landsbankans til þrotabús gamla Landsbankans í erlendri mynt.2. Losun fjármagnshafta Nýr fjármála- og efnahagsráðherra stendur frammi fyrir því að finna lausn á erfiðasta viðfangsefninu sem blasir við í íslensku hagkerfi en það er losun fjármagnshafta. Losun fjármagnshafta er nátengd endurgreiðsluvandanum. Seðlabanki Íslands hefur unnið áætlun um beitingu varúðartækja eftir losun hafta sem kom út í fyrra. Hana má nálgast hér. Á endanum er það hins vegar alltaf pólitísk ákvörðun hversu hratt höftin verða afnumin.3. Uppgjör þrotabúa föllnu bankanna Þá verður nýr fjármála- og efnahagsráðherra einnig með álitaefni tengd uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna á sinni könnu þar sem málefni fjármálastöðugleika heyrir undir málaflokkinn. Slitastjórnir Kaupþings banka og Glitnis hafa þegar lagt fram umsóknir um nauðasamninga í Seðlabankanum sem hefur frestað afgreiðslu þeirra um óákveðinn tíma. Vandamálið hér eru neikvæð áhrif uppgjöra þessara þrotabúa og útgreiðslna í erlendri mynt á fjármálastöðugleika í landinu. Eiga kröfuhafar þessara banka að fá afhentar eignir sínar í erlendri mynt eða ber þeim að fá greitt út í krónum? Hversu hratt á að greiða þeim út? Ógna nauðasamningar þessara banka fjármálastöðugleika í landinu? Þetta eru spurningar sem nýr fjármála- og efnahagsráðherra þarf að velta fyrir sér.Margt annað óleyst Þá eru ótalin mörg önnur brýn verkefni, eins og jöfnuður í ríkisfjármálum, skuldir ríkissjóðs og lækkun vaxtakostnaðar íslenska ríkisins, sem íþyngir rekstrinum mjög, en á síðasta ári greiddi ríkissjóður 91 ma.kr í vexti. Þetta eru fjármunir sem annars væri hægt að verja í uppbyggingu í heilbrigðis- og menntakerfinu, svo dæmi sé nefnt. Af öllu framansögðu virtu er vandséð að nokkur annar fjármálaráðherra í sögunni hafi staðið fyrrir vandasamari verkefnum en fjármála- og efnahagsráðherra nýrrar ríkisstjórnar og eru verkefnin síst minni en þau sem forveri hans glímdi við á síðasta kjörtímabili.
Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira