Menning

Veröldin séð úr brúnum sófa

Kort af Springfield.
Kort af Springfield.

Á mánudagskvöld kynnumst við bakgrunni Carls Carlssonar sem á sér dularfullar íslenskar rætur.

Carl er persóna í þáttunum um Simpsons-fjölskylduna, vinnufélagi Hómers. Sögusviðið færist til Íslands, hljómsveitin Sigur Rós sér um tónlistina í þættinum og kemur fram ásamt því að Jóhönnu Sigurðardóttur og Björk bregður fyrir.

Frá því að Simpsons-fjölskyldan kom fyrst fram árið 1989 eru þáttaraðirnar orðnar tuttugu og fjórar og þættirnir fimm hundruð og þrjátíu.

Fjölskyldan er sú langlífasta í bandarísku sjónvarpi, enda vinnur tímans tönn seint á persónunum.

Í öll þessi ár hefur fjölskyldan sest í brúna sófann fyrir framan sjónvarpstækið og glápt, rétt eins og við glápum á þau. Imbakassanum var reyndar skipt út fyrir flatskjá þegar þættirnir voru sendir fyrst út í háskerpu um leið og ferðalag „myndavélarinnar“ um bæinn var betrumbætt.

Þættirnir spegla margar hliðar á lífinu í Bandaríkjunum. Innan hvers þáttar rúmast yfirleitt formáli, krísa og úrlausn. Handritshöfundar miðla ýmsum fróðleik og skoðunum sínum um bandarískt samfélag og þar koma árekstrar milli menningarheima að góðum notum. Slíkir árekstrar eru í raun eitt af aðalumfjöllunarefnum þáttanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×