Norska félagið Sandnes Ulf hélt sæti sínu í norsku úrvalsdeildinni á síðasta ári en með liðinu léku þrír leikmenn sumarið 2012. Nú hefur félagið greint frá því að reksturinn gekk afar vel á síðasta starfsári og félagið skilaði 88 milljónum íslenskra króna í gróða.
Steinþór Freyr Þorsteinsson var í lykilhlutverki og var kosinn leikmaður ársins. Hann var með sex mörk og tólf stoðsendingar í 29 leikjum. Keflvíkingurinn Arnór Ingvi Traustason og KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson komu báðir á láni undir lok tímabilsins. Liðið hélt sæti sínu í deildinni eftir sigur á móti Ull/Kisa í umspilsleikjum.
Þegar Steinþór kom til Sandnes Ulf árið 2011 hljóðaði fjárhagsáætlunin upp á 16,8 milljónir norskra króna en fyrir árið í ár hefur félagið yfir 40 milljónum norskra króna að ráða og hefur því tekið gríðarstökk í rekstri á stuttum tíma.
Félagið ætlar að nota þennan pening bæði í að styrkja liðið fyrir átökin í norsku úrvalsdeildinni sem og að nota meiri pening í að styrkja unglingastarfið. Steinþór Freyr Þorsteinsson er eini íslenski leikmaðurinn sem er enn hjá Sandnes Ulf.
88 milljóna gróði hjá Íslendingaliðinu
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





Benoný Breki áfram á skotskónum
Enski boltinn



„Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“
Enski boltinn

Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1
Íslenski boltinn
