Ekki bara ástardrama Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 18. október 2013 12:00 söngkonan "Þessar tilfinningar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Fréttablaðið/GVA „Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“ Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Við Carmen erum orðnar miklar vinkonur,“ segir Hanna Dóra Sturludóttir sem hefur að undanförnu æft aðalhlutverkið í óperunni Carmen eftir Georges Bizet, á móti Sesselju Kristjánsdóttur, og túlkar það á frumsýningunni. „Carmen er samt harðari og beittari í samskiptum en ég, hún væri held ég ekki góður stjórnmálamaður því ekki er hún diplómatísk, blessunin,“ segir Hanna Dóra. Öfgarnar í fari Carmen eru miklar þannig að þegar hún verður ástfangin heltekur ástin hana og þegar hún reiðist verður hún brjáluð, að sögn Hönnu Dóru – „En það er líka það sem er heillandi við Carmen, að hún skuli vera svona opin með allt sem hún hugsar og gerir. Mér finnst svakalega gaman að takast á við hana og finn að tilfinningarnar eru allar til staðar, maður þarf bara að hleypa þeim út. Á sviðinu gengur það alveg ágætlega – tónlistin hjálpar til.“ Þetta er í fyrsta skipti sem Hanna Dóra túlkar Carmen á söngferli sínum. Hins vegar kveðst hún hafa séð fjölmargar ólíkar uppfærslur á henni, sumar jafnvel framúrstefnulegar þar sem Carmen er með pönkhárgreiðslu og í leðurdressi. Hjá Íslensku óperunni segir Hanna Dóra farna tiltölulega hefðbundna leið þar sem aðalpersónan taki þátt í frelsisbaráttunni með uppreisnarmönnum í borgarastyrjöldinni á Spáni. „Carmen er frelsishetja, hún berst meðal annars fyrir því að vera frjáls manneskja og hafa sín réttindi. Það gefur verkinu ákveðna dýpt. Þetta er ekki einungis ástardrama,“ segir Hanna Dóra með áherslu. Hún segir æfingatímabilið hafa verið frábærlega skemmtilegt og fullyrðir að áhorfendur eigi von á góðu. Hanna Dóra hefur búið í Þýskalandi frá því hún fór þangað til náms fyrir 21 ári. Nú er hún flutt heim í bili og drengirnir hennar sjö og fimm ára komnir í skóla og leikskóla í borginni. Faðir þeirra og eiginmaður hennar er þýskur söngvari og er upptekinn í verkefnum erlendis eins og er. Hann ætlar þó að koma á frumsýninguna á Carmen. „Ég ætla ekki að spá of mikið í framtíðina en er mjög ánægð að vera heima, það er búið að vera á áætlun svolítið lengi,“ segir Hanna Dóra glaðlega en tekur fram að ekkert ár hafi liðið svo að hún hafi ekki sungið á Íslandi frá því hún útskrifaðist 1998. En býst hún við að fá sömu tækifæri úti í Evrópu þótt hún búi hér? „Ég verð náttúrlega að velja og hafna en ég þurfti líka að gera það úti. Þetta er meira spurning um fjölskyldulífið. Annað foreldrið verður að vera frekar rólegt en auðvitað fer það eftir stærð verkefna hvað við gerum í hvert skipti. Það er lúxusvandamál ef ég þarf að hafna verkefni og meðan ég hef vinnu er ég ánægð.“
Menning Mest lesið Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Sjálfið okkar: Að verða okkar besta útgáfa Áskorun Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Lífið Fleiri fréttir Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak „Ég verð dauður áður en kvikmyndahúsin loka“ Lovísa Ósk nýr listdansstjóri Íslenska dansflokksins Vonar að tæknin taki aldrei yfir innsæi og ástríðu Tekur við sem verkefnastjóri dagskrárgerðar í Hörpu Íslensku myndlistarverðlaunin: Pétur, Helena og Erró heiðruð „List er okkar eina von“ Skálað fyrir skíthræddri Unni Sjóðheitir listamenn mynda sterka heild Rif eftir Önnu Júlíu sigraði og verður á Héðinsreit Gerir upp tólf ára samband við barnsmóður sína með sýningu og bók Samtal við þann fyrsta til að taka ljósmyndir á Íslandi Tilnefningar til íslensku myndlistarverðlaunanna Birgitta Björg, Ingunn og Rán Flygenring fengu Fjöruverðlaun Tjörnin trónir á toppnum Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp