Tíska og hönnun

Fataskápurinn - Guðlaug Elísa

Marín Manda skrifar
Guðlaug Elísa Einarsdóttir
Guðlaug Elísa Einarsdóttir
Guðlaug Elísa Einarsdóttir, eigandi verslunarinnar Suzie Q, hefur verið viðloðandi fatabransann í allnokkur ár og á spennandi fataskáp fullan af fallegum fötum.

Kápan



"Ef það er eitthvað sem ég á mikið af þá eru það yfirhafnir. Ég hef alltaf átt erfitt með að hemja mig þegar ég sé fallegan jakka eða fallega kápu. Þessi kápa stendur upp úr öllum þeim kaupum. Hún er frá breska merkinu Arrogant Cat. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér því mér líður alltaf eins og alheimstöffara í henni."

Kögurkjóllinn

Vanalega þegar ég kaupi mér flíkur spái ég mikið í notagildið. Þessi kjóll hefur mikið notagildi og svo elska ég kögur. Sniðið hentar mér mjög vel og ég get bæði notað hann við háa hæla og blazer þegar ég fer fínt og líka við groddaralega skó og þykka kósí peysu.

Kjólinn er úr Suzie Q. Peysujakkinn er nýjasta viðbótin í skápinn en hann keypti ég í H&M í París nýlega. Ég á það til að ganga mikið í svörtum flíkum og því fannst mér þessi tilvalinn til að poppa þær örlítið upp. Svo verður bara skemmtilegt að klæðast þessum lit í haust bæði við gallabuxur og yfir kjóla. Hálsfestarnar eru úr Suzie Q.

Biker-jakkinn



Ég á mjög mikið af svokölluðum biker-jökkum og mig var lengi búið að langa í einhvern sem væri einfaldur en samt óhefðbundinn. Þennan keypti ég inn fyrir Suzie Q og fékk mér hann strax.

Ég fer varla úr honum því hann er mjög þægilegur, enda teygja í honum. Ég nota hann mikið yfir þykkar kósí peysur. Þrykkt munstrið gerir hann mjög töffaralegan og öðruvísi. Peysuna fékk ég í Vila og hef notað hana mikið. Skyrtukjóllinn er úr E-Label og er mjög víður og þægilegur. Hálsfestin er úr Suzie Q.

Vestið
Vestið

Kjóllinn var gjöf frá manninum mínum og er frá danska merkinu Won Hundred. Þetta er hinn fullkomni svarti hanastélskjóll að mínu mati. Efnið er með teygju og sniðið á honum dregur fram það besta. Síddin er rétt fyrir neðan hné sem hentar mér mjög vel ef ég vil vera berleggja í honum.

Ullarvestið er líklega sú flík sem ég hef notað hvað mest og er frá So-M-I. Vestið nota ég yfir kjóla, leðurjakka, gallajakka og kápur og hentar við nánast öll tilefni og ekki sakar hversu hlýtt það er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×