Mikill vindur þegar mennirnir stukku 24. mars 2013 13:22 Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds. Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Eic Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, segir töluverðan vind hafa verið þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífastökki vestanhafs í gær. Hann minnir á að fallhlífastökk sé ekki áhættulaust. Tveir menn í tuttugu og tveggja manna hópi Íslendinga skilaði sér ekki í fallhlífastökki á Flórída í Bandaríkjunum í gærmorgun. Lík þeirra fundust laust fyrir miðnætti í gærkvöld en rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir. Ekki liggur ljóst fyrir hvort fallhlífar mannanna hafi opnast eður ei. Það var þyrla á vegum lögreglunnar á svæðinu sem hafði uppi á líkunum eftir níu klukkustunda leit. Það staðfestir Melanie Snow, talsmaður lögreglunnar, við dagblaðið Tampa Bay Times. Lík mannanna fundust hvort nálægt öðru en Íslendingarnir stukku þó hvor í sinni fallhlífinni. Annar þeirra var reynslumikill leiðbeinandi en hinn var í áttunda skipti í fallhlífastökki.Ekki áhættulaust David T.K. Hayes hjá Skydive City segist hafa verið í bransanum í yfir 17 ár. Á þeim tíma hafi hann aldrei lent í því að stökkvari hafi verið týndur í yfir tvær klukkustundir. Skydive City notaðist við fjórar flugvélar, De Havilland Otter og Cessna auk tveggja annarra véla, til að leita að Íslendingunum tveimur. „Eftir hálftíma leit er farið með málið á næsta stig," segir Ryan Lee einn af flugmönnum Skydive City. Hayes segir að lögreglunni í Zephyrhills hafi verið tilkynnt um atvikið og því næst fór málið í hendur sýslumannsins. „Þessu fylgir áhætta," segir Eric Hildebrand, leiðbeinandi hjá Skydive City, um slysið. „Það var hvasst en aðstæður samt ekki óeðlilegar." Hildebrand stökk bæði með hópum úr vélum sem fóru í loftið á undan og eftir þeirri sem hinir látnu flugu með.Annar hópur hætti við Áttræður Bandaríkjamaður ætlaði að fagna afmæli sínu með fjölskyldum og vinum í fallhlífastökki hjá Skydive City í gær að sögn Tampa Bay Times. Stökkið átti að fara fram nokkru eftir að Íslendingarnir stukku. Hætt var við stökkið sökum vinds.
Tengdar fréttir Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56 Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Voru í sínu þriðja stökki Lögregluyfirvöld hafa staðfest að rannsókn sé hafin á því hvað fór úrskeiðis þegar tveir Íslendingar létu lífið í fallhlífarstökki í Flórída í gærkvöldi. 24. mars 2013 12:56
Íslendingar létust í fallhlífastökki á Flórída Tveir Íslendingar létust í fallhlífaslysi á Flórída í gær. Slysið átti sér stað í Zephyrills í grennd við Tampa. 24. mars 2013 08:42