Anarkía í Hamraborg Bergsteinn Sigurðsson skrifar 12. júní 2013 10:00 Fer fyrir hópi listamanna sem vilja gera hlutina á eigin forsendum og því opnað nýtt sýningarými. Fréttablaðið/Stefán „Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15. Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
„Það var aðallega skortur á sýningarrými fyrir grasrót frekar en bissness sem rak okkur út í þetta,“ segir Bjarni Sigurbjörnsson myndlistarmaður, sem ásamt tíu öðrum myndlistarmönnum hefur stofnað sýningarrýmið Anarkíu í Hamraborg 3 í Kópavogi. Bjarni segir hópinn sem stendur að Anarkíu vera listamenn sem láti mælistikur og stofnanir „listheimsins“ sér í léttu rúmi liggja, en kjósi að taka málin í eigin hendur og koma verkum sínum á framfæri á eigin forsendum. „Við teljum að fastmótaðar stofnanir og kerfi þjóni ekki markmiðum okkar um frjálsa tjáningu, en viljum að allir fái að rækta sérkenni sín og finna hugsun sinni og kenndum farveg í lífi og list,“ segir Bjarni en flestir úr hópnum þekkjast vel. „Þetta er mestmegnis fólk úr mínum ranni, listamenn sem ég hef kennt í gegnum tíðina.“ Sýningarrýmið er tvískipt og segir Bjarni að markmiðið sé að leigja utanaðkomandi listamönnum annað þeirra og geti þeir því sýnt samhliða sýningum félagsmanna í Anarkíu. „Svo stefnum við líka á að vera með málþing og ráðstefnur,“ segir Bjarni en helmingi sýningarrýmisins hefur verið ráðstafað út næsta árið. Listasalurinn verður tekinn í notkun á laugardag en þá opnar Bjarni tvær sýningar í báðum sýningarrýmum Anarkíu: Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir. „Í Að flá fiðrildi er ég að vinna með nekt málverksins, ef svo má segja, innviði þess og grunnforsendur. Fiðrildið er táknmynd umbreytingar þar sem fegurðin brýst út úr ljótleikanum, það bókstaflega flær sig sjálft, brýst út úr eigin skinni.“ Svífa svartir skurðir samanstendur aftur á móti af málverkum sem kennd eru við látæði – gesture – og eru skráning á líkamlegum hreyfingum listamannsins. „Ég er að grafast fyrir um innri gerð málverks og frumþætti þess, virkni flatarins og svífandi sveiflunnar sem sker hann.“ Að flá fiðrildi og Svífa svartir skurðir verða opnaðar í Anarkíu á laugardag klukkan 15.
Menning Mest lesið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Lífið Rappar um vímu Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Lífið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira