Innlent

Kristín Helga talin hæfust

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Kristín Helga Magnúsdóttir.
Kristín Helga Magnúsdóttir. mynd/úr einkasafni

Kristín Helga Magnúsdóttir verður næsti framkvæmdastjóri Stúdentaráðs Háskóla Íslands starfsárið 2013-2014.

Fráfarandi framkvæmdastjóri er Sólrún Halldóra Þrastardóttir. Alls sóttu níu manns um starfið en stjórn Stúdentaráðs tók einróma ákvörðun um að Kristín Helga væri hæfust af umsækjendum.

Kristín sat sjálf í Stúdentaráði 2010-2012 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir ráðið. Hún er með BS-gráðu í iðnaðarverkfræði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×