Kanadíski söngvarinn Justin Bieber fékk aðsvif á tónleikum sínum í O2 tónleikahöllinni í London í gær.
Hafði hann kvartað undan öndunarerfiðleikum og verið gefið súrefni til þess að klára tónleikana, en að lokum féll söngvarinn í gólfið.
Scooter Braun, umboðsmaður Bieber, ávarpaði áhorfendur og fullvissaði þá um að allt væri í lagi, á meðan læknir skoðaði söngvarann baksviðs.
Ekki leið á löngu þar til söngvarinn steig aftur á svið og kláraði tónleikana, en að þeim loknum var hann fluttur á spítala til aðhlynningar.
Lífið